is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16869

Titill: 
  • „Bíddu, ég lærði þetta í fyrra“ : forhugmyndir barna í náttúruvísindum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi rannsókn beindist fyrst og fremst að forhugmyndum barna í líffræði og voru tekin viðtöl við alls átta nemendur á aldrinum tíu ára til tvítugs. Tekin voru viðtöl við hvern og einn nemanda og unnið var út frá myndum af tíu lífverum sem og hálfopnum spurningalistum.
    Niðurstöður: Forhugmyndir þeirra sem ég ræddi við voru að miklu leyti svipaðar því sem fram hefur komið í erlendum rannsóknum. Erlendar rannsóknir hafa til dæmis sýnt fram á að nemendur telja spendýr fyrst og fremst vera dýr, en aðrar dýrategundir, svo sem lindýr, fiskar og fuglar, falla oftar en ekki utan við skilgreininguna. Jafnfram hefur verið sýnt fram á að þekking nemenda á ljóstillífun er verulega ábótavant og forhugmyndir tengdar henni mjög lífseigar í gegnum skólakerfið, jafnvel þó að kennsla hafi farið fram. Til að mynda þekktu viðmælendur mínir ljóstillífun en gátu ekki útskýrt hvað ferlið fól í sér eða tilgang þess. Eldri viðmælendur mínir gáfu oft á tíðum fræðilegri og ítarlegri útskýringar en þeir sem yngri voru. Þetta skýrist að miklu leyti vegna þess að eftir því sem nemendurnir eru eldri, þeim mun ítarlegar er farið í námsefnið. Þrátt fyrir að munur væri á hversu ítarlega var farið í útskýringar ljóstillífunar var sú staðhæfing að tilgangur ljóstillífunar væri sá að framleiða súrefni fyrir dýr, nokkuð algengur og skipti þá aldur viðmælenda minna litlu. Hugtakanotkun var nokkuð almenn, en þrátt fyrir að hugtökin væru notuð var ekki þar með sagt að skilningur á þeim væri til staðar og nokkuð bar á því að fræðileg hugtök voru notuð á kolrangan hátt. Grunnþekking á algengum lífverum var mun minni en ég bjóst við að sjá, en kennsla þessara nemenda hefur miðast við Aðalnámskrá frá 2007 þar sem segir að strax við lok 7. bekkjar ættu nemendur að þekkja einkennislífverur ákveðinna lífveruhópa.

Samþykkt: 
  • 15.11.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16869


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MEd-ThoraGeirlaug-Lokaskil.pdf1.49 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna