is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16876

Titill: 
 • Sérhæft knattspyrnuþol leikmanna í U-17, U-19 og A-landsliði kvenna á Íslandi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Inngangur: Árangur í knattspyrnu veltur á fjölmörgum atriðum eins og tækni, leikfræði og þreki. Leikmenn í góðu líkamlegu formi eru frekar tilbúnir til að ráða við kröfur leiksins og tæknilega getu allan leiktímann. Til eru mörg próf sem meta þrek knattspyrnumanna og er Yo-Yo IR1 prófið eitt mest notaða þrekprófið en það metur sérhæft þol og endurheimt leikmanna sem líkist kröfum sem gerðar eru til leikmanna í knattspyrnuleik.
  Markmið: Markmið þessa verkefnis er að varpa ljósi á líkamlegt þrek knattspyrnukvenna sem hafa verið valdar til æfinga hjá íslenskum kvennalandsliðum í aldurshópunum U-17, U-19 og A-landsliði. Markmiðið er jafnframt að bera saman þessa þrjá hópa og skoða hvort munur sé á líkamlegu þreki eftir aldri, leikstöðu og búsetu.
  Aðferð: Þátttakendur úr þremur knattspyrnulandsliðum (n=86) tóku þátt í Yo-Yo IR1 prófinu. Prófið samanstendur af 20 metra lotuhlaupum með tíu sekúndna hvíldartíma á milli lota þar sem hraðinn eykst eftir hverja lotu.
  Helstu niðurstöður: Þátttakendur í A-landsliðshópi náðu að meðaltali betri útkomu úr Yo-Yo IR1 prófinu en þátttakendur í yngri landsliðunum og var tölfræðilega marktækur munur á milli A-hóps og U-17 hóps (p<0,001). Þátttakendur sem fæddir eru á síðasta þriðjungi ársins, september til desember, ná hæsta meðaltalinu en niðurstöður voru ekki tölfræðilega marktækar. Ekki fannst marktækur munur á milli þátttakenda eftir búsetu en þó voru þátttakendur búsettir á höfuðborgarsvæðinu með hærri útkomu að meðaltali út úr Yo-Yo IR1 prófinu. Þegar leitast var eftir að finna svar við rannsóknarspurningunni, hver munurinn væri á þreki leikmanna eftir leikstöðum, kom í ljós að markmenn voru með marktækt lakari útkomu en allir aðrir leikmenn í öðrum leikstöðum (p<0,05). Bakverðir náðu aftur á móti hæsta meðaltalinu á Yo-Yo IR1 prófinu.
  Ályktun: Yo-Yo IR1 prófið gefur þjálfurum tækifæri til að fylgjast með sérhæfðu þoli leikmanna en prófið líkist þeim hlaupakröfum sem leikmenn þurfa að vinna af hendi í knattspyrnuleik. Niðurstöður benda á skýran hátt að staða bestu landsliðskvenna Íslands er í meðallagi og að rými til bætinga sé þó nokkur og um leið má gera kröfur um enn betri árangri í framtíðinni.

 • Útdráttur er á ensku

  Specific Endurance of Soccer Players in the Icelandic U-17, U-19 and the A-National Team
  Introduction: Success in football depends on various factors such as technique, understanding of the game and physical endurance. Physically competent players seem to handle better the demands of the game and maintain their technical capabilities throughout the whole match. There are numbers of tests that evaluate the player’s physical endurance. The Yo-Yo IR1 is one of the most used tests. It evaluates physical endurance and recovery of the players that supposedly mimics the requirments during a football’s match.
  Aim: The aim of this project is to reveal the physical endurance of the players that have been selected to train with the women’s icelandic national teams in three different age groups U-17, U-19 and the A-team. Furthermore, we aim to compare these three groups with regards to age, residency, physical endurance and position on the field.
  Methods: The players from the three national teams (n=86) participated in the Yo-Yo IR1 test. The test consists of 20 meters interval runs with ten seconds rest where the pace is increased after each run.
  Main results: The players from the A-team did better on average on the Yo-Yo IR1 test than the players from the other teams. The difference was statistically significant between the A-team and the U-17 team (p<0.001). Players born in the last four months of the year reached the highest average score but that was not statistically significant. No statistical difference was found between different reseidencies but players living in the capital region had a tendency to score higher on average on the Yo-Yo IR1 test. Goalkeepers had worse outcome than players from all other positions on the field (p<0.05). Fullbacks had the highest average score.
  Conclusion: The Yo-Yo IR1 test gives coaches the opportunity to monitor player‘s physical endurance but the test resembles the physical activity of a soccer match. Results indicate that the physical endurance is moderate for the A-national team and there is space for improvement.

Samþykkt: 
 • 18.11.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16876


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Aðalsteinn - Lokaverkefni MEd.pdf1.33 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna