en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/16879

Title: 
 • Title is in Icelandic Morgunmatur og holdafar unglinga frá 16 til 18 ára aldurs
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Miklar breytingar eiga sér oft stað í lífi unglinga á framhaldsskólaárunum. Vinirnir fara gjarnan að hafa meiri áhrif á lífsstílinn heldur en foreldrar og aukið sjálfræði samhliða meiri fjárræði getur haft áhrif á lífsvenjur þessa hóps. Breytingar á fæðuvenjum, fæðuvali og hreyfingu eru algengar á þessum árum sem má gera ráð fyrir að geti leitt til breytinga á holdafari auk þess sem ungt fólk á þessum aldri er að ljúka við að taka út vöxt og kynþroska sem felur meðal annars í sér fitusöfnun og breytt vaxtarlag.
  Markmið verkefnisins var að kanna hvort tengsl væru á milli morgunmatar og holdafars hjá 16 ára unglingum og hvort tengsl væru á milli breytinga í holdafari unglinga á tveggja ára tímabili, frá 16 til 18 ára aldurs og tíðni á neyslu morgunmatar. Verkefnið er hluti af stærri rannsókn sem gerð var í sambandi við verkefnið Heilsueflandi Framhaldsskólar (HeF). Rannsóknin var framkvæmd í tveimur framhaldsskólum á höfuðborgar-svæðinu skólaárið 2010-11 og aftur 2012-13. Til að meta holdafar þátttakenda var líkamsþyngdarstuðull (Body mass index: BMI) reiknaður út frá þyngd og hæð, ummál mittis og upphandleggs var mælt og hlutfall mittis út frá hæð var reiknað (Waist to height ratio: WHtR) ásamt því að húðfellingamælingar voru gerðar til að finna út hlutfall líkamsfitu. Hámarkssúrefnisupptaka (VO2max) var metin á þrekhjóli með stigvaxandi hámarksáreynsluprófi. Spurningalistar voru notaðir til að kanna tíðni morgunmatar og annarra máltíða.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að íslenskir unglingar fitna frá 16 til 18 ára aldurs. Marktæk hækkun varð á BMI, fituprósentu og ummálsmælingum beggja kynja á þessu tveggja ára tímabili og tíðni ofþyngdar/offitu jókst verulega, sérstaklega hjá stúlkum þar sem að tíðnin fór úr 22% upp í 38% á móti 21% upp í 27% hjá strákunum. Meirihluti þátttakenda eða 71% strákanna og 64% stelpnanna borðuðu morgunmat daglega við 16 ára aldur og almennt var morgunmatarneysla nokkuð stöðug á milli ára.
  Við 16 ára aldur voru minni líkur á ofþyngd og offitu hjá þeim sem borðuðu morgunmat daglega samanborið við þá sem sjaldnar borðuðu morgunmat en ekki voru augljós tengsl á milli breytinga í holdafari og morgunmatarvenja. Þegar holdafarsbreytingar frá 16-18 ára voru skoðaðar út frá tíðni þátttakenda á neyslu morgunmatar 2010 var aðeins marktækur munur á WHtR, mittismáli og upphandlegg hjá strákum en engan marktækan mun var að finna á milli hópa hjá stelpunum. Þeir þátttakendur sem borðuðu morgunmat daglega borðuðu fleiri máltíðir yfir daginn en þeir sem slepptu morgunmatnum og mun algengara var að þeir sem slepptu morgunmatnum segðust sleppa máltíðum til að hafa stjórn á líkamsþyngd sinni. Enn fremur var þrek þeirra stúlkna sem slepptum morgunmat marktækt minna en hjá þeim stúlkum sem alltaf borðuðu morgunmat.
  Þeir sem borðuðu morgunmat daglega borðuðu oftar yfir daginn en þeir sem borðuðu morgunmat sjaldan og hugsanlegt er að sá hópur borði meira en hinir sem sleppa morgunmatnum. Einnig kom fram að þeir sem borða morgunmat aldrei eða sjaldan voru mun líklegri en hinir til að sleppa máltíð til að hafa áhrif á eigin líkamsþyngd og þar af leiðandi er sá hópur hugsanlega í megrun. Auk þess er munur á þreki milli hópa. Það má því telja líklegt að um ólíka hópa sé að ræða með ólík markmið og venjur sem ræður úrslitum um holdafarið.

 • Many lifestyle changes occur during late teenage years due to increased financial independence and depenence on friends rather than parents. Changes in eating habits, food choice and physical activity are common during these years and this may cause changes in body composition in addition to changes in physique and fat accumulation that occur naturally at this time in a teenager’s life.
  A two-pronged study was conducted to investigate if eating breakfast was associated with the physique of 16 year olds and if eating breakfast was associated with changes in body composition over these two years from 16 to 18 years of age. This study was a part of a larger study and was done in two upper secondary schools (colleges) in Reykjavík in 2010-2011 and again in 2012-2013. To describe participants’ body composition body mass index (BMI) was calculated, based on their weight and height, waist and upper arm cirumferences were measurured, waist to height ratio (WHtR) was calculated and per cent of body fat was estimated from measurements of skinfolds with callipers. VO2max was estimated with a graded exercise test on an exercise bicycle. Questionnaires were used to assess participants’ meal frequency including breakfast habits.
  Results revealed support to the assumption that Icelandic teenagers tend to gain weight during late teens. BMI, bodyfat percent and waist circumference increased significantly among both gender during this two year period. Prevalence of overweight and obesity among girls increased from 22% to 38% and among boys from 21% to 27%. Majority of the participants (71% of the male and 64% of female participants) ate breakfast every day when asked at 16 years of age and the consumption pattern remained relatively stable during the study.
  When participants were 16 year old, the prevalence of overweight and obesity was lower among those who ate breakfast every day compared with those eating breakfast less often. However, changes in body composition over time could not be associated with breakfast habits. Looking at changes in body composition over time based on the frequency of breakfast consumption, revealed significant difference between groups in WHtR, waist- and upperarm circumference among male participants only but no significant differences were found among the girls. The participants who always ate breakfast had a higher meal frequency during the day and many of those skipping breakfast stated that they used meal skipping as a mean to control their bodyweight. Among girls who skipped breakfast VO2max was significantly lower than among those who always ate breakfast.
  Since those who ate breakfast every day also had a higher meal frequency in general it is possible that those who eat breakfast every day may simply eat more than those who skip breakfast. It is also possible that those who skip breakfast are on a diet, since they state that they use meal skipping as a mean to control their weight. Finally there is a difference in VO2max depending on breakfast habits. Thus it is not unlikely that breakfast habits are simply reflecting different groups with different goals and lifestyle patterns, which in turn have an impact on body composition and physique.

Accepted: 
 • Nov 19, 2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16879


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Morgunmatur og holdafar unglinga frá 16 til 18 ára aldurs.pdf878.81 kBLocked Until...2030/06/01Complete TextPDF
yfirlýsing_GudrunBirna.pdf55.32 kBLockedYfirlýsingPDF