is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16881

Titill: 
 • Rekstur grunnskóla : samanburður á rekstri og forystu í sjálfstætt starfandi og opinberum grunnskóla
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Með þessari rannsókn er dregin upp rekstrarmynd tveggja grunnskóla í Reykjavík, annar sjálfstætt rekinn en hinn í opinberum rekstri á árunum 2006–2009. Tímabilið, sem upphaflega var valið, spannaði rekstur skólanna fyrir og eftir bankahrunið sem varð hér á landi 2008. Hins vegar dróst lokaúrvinnsla ritgerðarinnar svo efni hennar teygist til ársins 2011 að einhverju leyti.
  Skoðað hefur verið hvaðan peningarnir koma og í hvað þeir eru notaðir í þessum tveimur skólum. Mikilvægt er að draga fram raunverulegar forsendur og aðstæður svo skýra megi bæði menntapólitískar og rekstrarlegar ákvarðanir stjórnvalda og leiðtoga í skólunum. Tilgangurinn með þessu verkefni er einnig að öðlast betri skilning á hlutverki leiðtoga og frelsi þeirra til athafna.
  Aðferðin er eigindleg nálgun, nánar tiltekið tilviksrannsókn, vegna þess að líklegast er að hún veiti bestu verkfærin til að bera saman þessi tilvik ásamt því að svara þeim spurningum sem lagt var af stað með í upphafi. Tilgangur slíkra rannsókna er að rannsaka eitt eða nokkur tilvik í smáatriðum til að þróa eins ítarlegan skilning og mögulegt er á þeim.
  Til þess að auka heildarsýn verksins voru fræðilegar tengingar við rannsóknarefnið fundnar í samráði við leiðbeinanda. Notast var við lesefni úr námskeiðum, efni sem rannsakandi fann eða fékk ábendingar um. Leiðbeinandi bætti einnig nytsamlegum gögnum við meðan á verkefnavinnunni stóð.
  Það er ljóst að greinanlegur munur er á rekstri þessara sjálfstætt starfandi skóla og opinberra skóla, þó ekki eins mikill og virtist í upphafi verkefnavinnunnar. Áhrif efnahagskreppunnar 2008 á íslenskt menntakerfi virðast ekki hafa verið umtalsverð þó svo að starfsmenn hafi fundið fyrir einhverjum hagræðingarþáttum. Líkur eru á að kreppan innan menntakerfisins hafi byrjað mörgum árum fyrr, við yfirtöku sveitarfélaganna 1995–1996.
  Leiðtogar skólanna búa yfir mikilli og margvíslegri reynslu og hafa starfað innan menntakerfisins í öllum þessum breytingaham undanfarinna áratuga. Sýn þeirra og nálgun á menn og málefni er hvetjandi þótt um mjög ólíka einstaklinga sé að ræða. Að lokum greindi rannsakandi sterkar vísbendingar um að kennarar þekki lítið til þess hvers konar rekstrareiningar grunnskólar séu og spyr rannsakandi sig hvort það sé ekki eðlileg krafa að starfsmenn þekki í grófum dráttum starfsumhverfi sitt.

 • Útdráttur er á ensku

  Operation of compulsory schools: Comparison of operation and leadership between a privat and a public compulsory school.
  This study offers an insight into the financial management of two elementary schools in Reykjavík during the period 2006 through 2009, one of which is privately run and the other publically run. The time period spanned the schools´ financial management before and after the financial crash in Iceland in 2008. However, delay in the processing of this paper stretched its contents partly to the year 2011.
  The study examined where the funds originated and what they were used for in the two schools. It is important to emphasize the actual premises and circumstances to explain the political and operational decisions by the state and the schools´ leaders. This study also aims to gain a better understanding of the role of leaders and their freedom of action / to operate.
  The method used is a qualitative approach, or a case study to be exact, for it most likely provides the best tools to compare these cases, as well as answering the questions put forward in the beginning. The purpose of such research is to examine one or more issues cases in detail so as to develop a thorough understanding of the case as a whole.
  Clearly, there is a discernible difference between the management of independent schools and schools run by local authorities, although not as much a difference as initially expected. The effects of the financial crisis in 2008 on the Icelandic educational system do not appear to have been real, although school staff felt the effects of some adjustments. It is likely that the recession within the educational system started years before, when the municipality overtook the operation of the schools 1995–1996.
  The schools´ leaders have extensive experience and have worked in the educational system throughout various changes during the last decades. Even though these leaders are very different from each other, their views and approaches on various issues are encouraging. Finally, there are strong indicators that teachers have limited awareness of the financial management of elementary schools.
  According to the author, this poses the question: shouldn´t school employees possess at least some elementary knowledge of their working environment?

Samþykkt: 
 • 19.11.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16881


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gudrun_Helga_Jonsdottir_M.Ed.okt_2013.pdf1.1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna