is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16883

Titill: 
 • Starfsumhverfi leikskólastjóra : gildi og gildaklemmur
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er greint frá niðurstöðum rannsóknar á gildagrunni leikskólastjóra, gildaklemmum sem leikskólastjórar upplifa við starfsmenn, foreldra og rekstraraðila og viðbrögðum þeirra við gildaklemmum. Gildaklemmur verða þegar velja þarf á milli tveggja kosta sem hvorugur er góður og ef annar er valinn þarf að hafna hinum. Kenningar um gildi einstaklinga og áhrif þeirra á störf skólastjórnenda voru lagðar til grundvallar rannsókninni. Einnig, til frekari skýringar, er vísað í líkan af athafnasvæði skólastjórnenda til að auka skilning á starfsaðstæðum leikskólastjóra. Tilgangur rannsóknarinnar er að auka skilning bæði leikskólastjórnenda og annarra á starfsaðstæðum leikskólastjóra með það að markmiði að byggja sterkari samstarfsgrundvöll hagsmunaaðila svo að leikskólar geti sinnt hlutverki sínu sem best. Til að nálgast viðfangsefnið er leitað svara við rannsóknarspurningunum: Hvernig gengur leikskólastjórum að vinna á grundvelli gilda sinna sem leikskólastjóra? Gagnvart hverjum upplifa leikskólastjórar helst gildaklemmur og hvað felst í þessum gildaklemmum? Hvernig bregðast leikskólastjórar við ef þeir upplifa að gildi hagsmunaaðila og þeirra eigin gildi fara ekki saman?
  Gerð var eigindleg rannsókn og tekin hálfopin viðtöl við sex leikskólastjóra sem allir voru starfandi á leikskólum sem reknir voru af sveitarfélögum. Það var gert til þess að hægt væri að ganga út frá því að rekstraraðilar þ.e. þeir sem leggja leikskólunum til fjármagn hafi einnig umsjón með starfi þeirra.
  Í niðurstöðum kemur fram að leikskólastjórar telja að þeim takist ágætlega að vinna á grundvelli gilda sinna en eiga erfitt með að tilgreina hver persónulegu gildin sín eru. Þeir kannast eigi að síður allir við að hafa upplifað að gildin sín og hagsmunaaðila fari ekki alltaf saman og þá verða til gildaklemmur. Þeir upplifa einkum gildaklemmur vegna mismunandi áherslna sinna og hagsmunaaðila á mikilvægi uppeldis- og menntastarfi leikskólanna annars vegar og hins vegar á þjónustuþætti leikskólanna. Á það við um alla helstu hagsmunaaðila leikskólans þ.e. foreldra, starfsmenn og rekstraraðila en viðbrögð leikskólastjóranna við gildaklemmum fara eftir því hvaða hagsmunaaðilar eiga í hlut. Vísbendingar komu einnig fram um að þeir leikskólastjórar sem starfa hjá Reykjavíkurborg upplifi mun fleiri gildaklemmur gagnvart rekstraraðilanum en þeir sem starfa hjá smærri sveitarfélögum fyrir utan höfuðborgarsvæðið.

 • Útdráttur er á ensku

  The working environment of the preschool head teacher. Values and value dilemmas
  The working environment of the preschool head teacher
  Values and value dilemmas
  This paper presents the results of research on the personal values of preschool head teachers and the value dilemmas which they experience regarding their staff, the parents and the preschool operator, as well as how the directors react to such dilemmas. A value dilemma occurs when a choice must be made between two options, neither of which is good, and the acceptance of one demands the rejection of the other.
  The study was based on general theories of personal values and the impact which the individual values of a preschool head teacher can have on her/his work. Reference was made to a model of the administrative arena of a school leaders in order to clarify further the conditions involved. The purpose of this study was to increase the understanding which preschool leadership and other stakeholders have of the head teacher‘s working conditions, so as to provide a firmer basis for parties cooperation and thereby allow preschools to fulfil their roles in the optimal manner. The questions which the study sought to answer were the following: How well does a preschool head teacher succeed in working on the basis of her/his values regarding preschool leadership? In relation to whom does a preschool head teacher experience the greatest value dilemmas, and what do these dilemmas involve? How does the head teacher react when realizing that her/his values do not coincide with stakeholder values?
  Using qualitative research methods, semi-structured interviews were held with six preschool head teachers who all worked at preschools operated by the municipality; this was to ensure that the preschool operators, i.e. those financing the preschool, also supervised its activities.
  The results of the study were that preschool head teachers believe they are well able to live up to their values but have difficulty specifying their personal values. However, they have all experienced occasional differences that led to value conflicts between their personal values and those of stakeholders. Above all, the preschool head teacher experiences value conflicts due to differences with stakeholders on the importance of the preschool’s service function vis-à-vis its nurturing and educational roles. While these potential differences may apply to every main stakeholder, whether staff, parents or the preschool operator, the preschool head teacher’s responses to such a value dilemma depends on the stakeholder involved. The study also gave indications that preschool head teachers working for the City of Reykjavík experience considerably more conflicts with the operating party than head teachers working for smaller communities outside the greater Reykjavík area.

Samþykkt: 
 • 20.11.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16883


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Alda Agnes.pdf899.5 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna