is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Meistaraverkefni í lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16888

Titill: 
 • Ákvarðanir um brottvísun á grundvelli 20. gr. laga nr. 96/2002 um útlendinga : könnun á stjórnsýsluframkvæmd
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Lokaverkefni þetta til ML-gráðu í lögfræði er á sviði stjórnskipunar- og stjórnsýsluréttar og ber titilinn: Ákvarðanir um brottvísun á grundvelli 20. gr. laga nr. 96/2002 um útlendinga. Könnun á stjórnsýsluframkvæmd.
  Markmið laga nr. 96/2002 um útlendinga er að hafa eftirlit með komu og för útlendinga og með dvöl útlendinga hér á landi í samræmi við stefnu stjórnvalda hverju sinni.
  Heimilt er að vísa útlendingi brott af landinu ef hann hefur gerst brotlegur við þau skilyrði sem nánar eru tilgreind í stafliðum a-d 1. mgr. 20. gr. laganna. Gildir 20. gr. útlendingalaga um þriðja ríkisborgara en það eru borgarar ríkja annarra en EES/EFTA ríkja. 2. mgr. 20. gr.
  útlendingalaga mælir fyrir um að ekki skuli ákveða brottvísun ef það, með hliðsjón af málsatvikum og tengslum útlendingsins við landið, mundi fela í sér ósanngjarna ráðstöfun
  gagnvart honum eða nánustu ættingjum hans. Brottvísun fylgir ætíð endurkomubann til landsins síðar. Getur það gilt fyrir fullt og allt eða um tiltekinn tíma, en að jafnaði ekki
  skemur en þrjú ár, sbr. 3. mgr. 20. gr. laganna.
  Útlendingastofnun tekur stjórnvaldsákvörðun um hvort útlendingi verði brottvísað. Eru þær ákvarðanir ekki birtar opinberlega. Því vaknaði áhugi hjá höfundi að kanna hvernig þessar íþyngjandi ákvarðanir eru teknar og á hvaða grundvelli. Ekki síður þótti höfundi vert að skoða þau sjónarmið sem liggja að baki mati á því hvort brottvísun feli í sér ósanngjarna
  ráðstöfun gagnvart útlendingi og ættingjum hans, þar sem lagaákvæðið felur í sér að um mjög matskennda þætti geti verið að ræða.

Styrktaraðili: 
 • Ritgerðin er lokuð til 2050
Samþykkt: 
 • 20.11.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16888


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML_ritgerð_PDF_Palina_Asbjornsdottir.pdf878.47 kBLokaður til...01.09.2050HeildartextiPDF