is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Meistaraverkefni í lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16891

Titill: 
 • Vald dómstóla til að kveða á um athafnaskyldu stjórnvalda : þegar sú athöfn sem um ræðir felur í sér beitingu á stjórnsýslulegu valdi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Lokaverkefni þetta er á sviði einkamálaréttarfars, stjórnsýsluréttar, stjórnskipunarréttar og réttarheimsspeki og ber titilinn: Vald dómstóla til að kveða á um athafnaskyldu stjórnvalda, þegar sú athöfn sem um ræðir felur í sér beitingu á stjórnsýslulegu valdi. Þetta umfjöllunarefni vakti áhuga minn eftir að hafa skoðað dóm 151/1999 (táknmálstúlkur). Samkvæmt öllu sem ég hafði lært í einkamálaréttarfari var þessi dómur einfaldlega rangur, enda er hann á skjön við alla aðra dómaframkvæmd. Ég ákvað því að þetta væri eitthvað sem þyrfti að kanna betur, til að komast að því hvort að ég væri að misskilja eitthvað í fræðunum.
  Eftir að ég hóf rannsóknir á dómum varðandi þetta efni, svo og fræðiritum komst ég að því að hér var um einskonar togstreitu að ræða, milli 60. gr. stjórnarskrárinnar og 70. gr. hennar. Einnig var um togstreitu að ræða milli tveggja réttarsviða en það eru einkamálaréttarfar og stjórnsýsluréttur. Þessi mikla togstreita um málefnið er líklega ástæðan fyrir því að dómarar hafa getað rökstutt bæði að það væri á valdsviði þeirra, svo og að það væri utan valdsviðs þeirra að kveða á um athafnaskyldu stjórnvalda.
  Ég vil þakka konunni minn henni Hrafnhildi Árnadóttur fyrir ómetanlegan stuðning meðan á ritgerðaskrifum stóð. Einnig vil ég þakka henni sérstaklega fyrir málfarsyfirlestur og gagnlegar athugasemdir. Ég vil einnig þakka leiðbeinanda mínum Einari Karli Hallvarðsyni fyrir góða leiðsögn og mjög gagnlegar ábendingar.
  Það er von mín að þú, lesandi góður, skemmtir þér jafn vel við lestur ritgerðarinnar og ég gerði við skrif hennar.

Samþykkt: 
 • 20.11.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16891


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigurdur_Steinar_Asgeirsson.pdf1.2 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna