is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16893

Titill: 
  • Maður er alltaf að leita lausna : upplifun og viðhorf hjúkrunardeildarstjóra á Íslandi á starfi þeirra sem millistjórnendur
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar er að kanna upplifun og viðhorf hjúkrunardeildarstjóra innan sjúkrahúsa og öldrunarstofnana, í Reykjavík og á Akureyri, á starfi þeirra sem millistjórnendur. Rannsakandi vill flétta þá umfjöllun við hinn mannlega þátt mannauðsstjórnunar og þá einkum út frá samskiptum stjórnenda við starfsfólk. Það er von rannsakanda að með þessari rannsókn muni öðlast betri sýn inn í reynsluheim hjúkrunardeildarstjóra á Íslandi.
    Notast er við eigindlega nálgun í rannsókninni. Það eru tekin sjö óstöðluð hálfopin viðtöl við hjúkrunardeildarstjóra innan sjúkrahúsa og öldrunarstofnana í Reykjavík og á Akureyri. Þátttakendur voru valdir með markmiðsúrtaki.
    Niðurstöður rannsóknarinnar skiptust í þrjú meginþemu – fjölbreytt starf, mikilvægi mannauðs og dulið starf. Viðmælendur upplifðu fjölbreytileika í starfi sínu. Þeim fannst þeir bera mikla ábyrgð í starfi sínu, fundu til álags og tímaleysis og töldu mikilvægt að útdeila verkefnum. Þrátt fyrir viðamikið umfang starfsins voru viðmælendur á einu máli um að starfið væri mjög skemmtilegt en alls ekki fyrir alla. Viðmælendur voru sammála um mikilvægi mannauðs. Þeir voru meðvitaðir um þau áhrif sem þeir höfðu í tengslum við starfsfólkið. Mannauðsþátturinn var að þeirra mati tímafrekasta hlutverkið og þeir báru mikla virðingu fyrir starfsfólki sínu. Viðmælendur töluðu um að starf þeirra væri frekar dulið og því væri það á þeirra ábyrgð að upplýsa starfsfólkið í hverju starf þeirra fælist. Þeir upplifðu almennt gott viðmót frá starfsfólki en voru samt meðvitaðir um að það er oft stutt í gagnrýni á stjórnendur. Að mati viðmælenda hafði viðmót til starfs hjúkrunardeildarstjóra breyst til batnaðar á undanförnum árum. Þeir lögðu mikið upp úr því að vera sýnilegir og að starfsfólk hefði gott aðgengi að þeim. Tilgangur sýnileika og aðgengileika var ekki bara til að vera til staðar fyrir starfsfólkið heldur veitti þetta viðmælendum ákveðna innsýn í starfsemina.
    Af þessu má sjá að starf hjúkrunardeildarstjóra er viðamikið, krefjandi og áhugavert. Þeir hafa í nógu að snúast og hver dagur í starfi þeirra er viss áskorun.

Samþykkt: 
  • 20.11.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16893


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð_2013_(pdf).pdf831.63 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna