is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16895

Titill: 
 • Innleiðing á stefnu Landsbankans : hvernig var innleiðingu á nýrri stefnu Landsbankans hagað á árunum 2010 til 2012
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Tilgangurinn með rannsóknarverkefninu er að skoða innleiðingarferli á nýrri stefnu Landsbankans en hún ber heitið; ,,Landsbankinn þinn”. Innleiðingarferlið hófst í júni árið 2010 og er áætlað að því ljúki árið 2015. Stefnunni er skipt niður í tvö tímabil, annars vegar 2010-2012 og hins vegar 2012-2015 en rannsóknin snýr að fyrra tímabilinu. Markmiðið er að svara rannsóknarspurningunni: ,,Hvernig var innleiðingu á nýrri stefnu Landsbankans hagað á árunum 2010-2012” og undirspurningunum: ,,Hver er samsvörun við fræði um stefnumiðaða stjórnun, hvernig er innleiðingin gagnvart starfsfólki og er stefnan að skila tilætluðum árangri?” Helsta aðferðin sem notuð er í rannsókninni er blönduð aðferð (Mixed Metholds), en hún felst í að blandað er saman eigindlegum og megindlegum rannsóknaraðferðum. Val á blandaðri aðferð ætti að skila greinagóðum niðurstöðum. Sú aðferð byggist bæði á viðhorfi og reynsluheimi einstakra þátttakenda en einnig á kerfisbundinni öflun gagna í gegnum spurningarkönnun.
  Í eigindlegu rannsókninni voru tekin viðtöl við Steinþór Pálsson bankastjóra Landsbankans, en hann er höfundur stefnunnar og við lykilstjórnendur bankans. Úrtakið var ellefu manns, Steinþór, fjórir framkvæmdastjórar bankans, einn aðstoðarframkvæmdarstjóri, og sex útibússtjórar. Megindlega rannsóknin fólst í rafrænni spurningakönnun sem send var á starfsmenn sex útibúa bankans, í Reykjavík og á landsbyggðinni. Þýðið var 157 starfsmenn. Með könnuninni var leitast við að svara spurningunni: ,,Hvernig er innleiðingin gagnvart starfsfólki?“ Meirihluti starfsmanna sem tók þátt í könnuninni var meðvitaður um nýju stefnuna og tók virkan þátt í innleiðingu hennar. Ekki var marktækur munur á svörum starfsmanna eftir því hvort þeir hófu störf hjá bankanum fyrir eða eftir að innleiðingarferlið hófst.
  Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að horft hafi verið til fræðikenninga í stefnumótuninni og að innleiðingin á stefnunni hafi gengið vel. Forysta æðstu stjórnenda og lykilstafsmanna í virkni innleiðingar og eftirfylgni þeirra skiptir þar miklu máli.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of the research project is to examine the implementation process of the new strategy of Landsbankinn which is titled;, Your Landsbanki ". The implementation process began in June 2010 and is scheduled to be completed in 2015. The policy is divided into two periods, the first from 2010-2012 and the second from 2012-2015, however, this study relates to the previous period. The goal is to answer the research question: „How was the introduction of the new strategy of Landsbanki conducted in 2010-2012“ and the question: „What is the relevance of the theory of strategic management, how is the introduction towards the staff and is the policy delivering the desired results?" The main method used in this study is a mixed approach (Mixed Methods), which involves blending the qualitative and quantitative research methods. The choice of a mixed method should yield clear results since the method is based on both the attitude and experiences of individual participants but also the systematic collection of data through questionnaires.
  The qualitative study included interviews with the CEO of Landsbanki Steinþór Pálsson, he is the author of the policy, and the key directors of the Bank. The sample is eleven people, Steinþór, Directors, one Deputy Director, execution and branch managers. Quantitative research consisted of electronic questionnaires that were sent to employees in six branches of the bank, in Reykjavík and other areas outside of Reykjavík. The sample was 157 employees. The survey sought to answer the question: „How is the introduction to your staff? “The majority of employees who participated in the survey were aware of the new policy and took an active part in its implementation. There was no significant difference in the responses of employees depending on whether they were hired at the bank before or after the implementation process began.
  The results suggest that theory was taken into account in the policy making and the implementation of the policy has been successful. The leadership of senior executives and key employees and follow-ups are very important in implementation functionality

Samþykkt: 
 • 20.11.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16895


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mastersritgerð_GSÓ.pdf2.96 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna