is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16897

Titill: 
 • Að bera sig eftir björginni : stuðningur við nýja skólastjóra í starfi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni rannsóknarinnar var að skoða hvaða stuðning nýir skólastjórar fá frá sveitarfélaginu þegar þeir hefja störf. Rannsóknar-spurningin, sem unnið var út frá, var eftirfarandi: Hver er upplifun skólastjóra af stuðningi frá sveitarfélaginu fyrsta starfsárið þeirra?
  Í upphafi stóð til að ræða bara við skólastjóra og starfsmenn á fræðsluskrifstofu en viðmælendur bentu á fleiri áhugaverða einstaklinga sem komu að stuðningi með einhverjum hætti. Viðmælendahópurinn varð því fjölbreyttari en lagt var upp með. Viðmælendur voru sjö, allir úr sama sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu, þar af fjórir skóla¬stjórar. Rannsóknin var eigindleg og var gögnum safnað með hálfopnum viðtölum.
  Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að stuðningsúrræði séu fjölbreytt innan sveitarfélagsins, bæði er boðið upp á formlegan stuðning og óformlegan. Þar sem skólastjórarnir höfðu ólíka þekkingu og reynslu var þörf þeirra fyrir stuðning misjöfn. Viðmælendur voru almennt ánægðir með þann stuðning sem í boði var og töldu hann hafa nýst vel. Þeir voru þakklátir fyrir að boðið væri upp á handleiðslu og höfðu allir nýtt sér hana. Þótt ánægja ríkti með handleiðsluna komu fram ýmsar ábendingar um hvernig hægt væri að gera hana markvissari. Viðmælendur voru ánægðir með önnur stuðningsúrræði, þar á meðal öll námskeiðin, sem sveitarfélagið býður upp á, og þjónustu sérfræðinga á vegum þess. Jafningjastuðningur skólastjóra þótti nýtast vel og þá fékk skólastjóraráðgjafi, sem er nýtt starf innan sveitar¬félagsins, mikið lof frá viðmælanda sem hafði notið þjónustu hans.
  Viðmælendur voru sammála um að nægur stuðningur væri í boði en fram komu óskir um að gera hann markvissari og skólastjórum sé gert kleift að nýta hann betur en þeir geta núna vegna anna í starfi. Það virtist að miklu leyti fara eftir því hversu duglegir skólastjórar eru að leita eftir stuðningi hversu mikill hann er.

 • Útdráttur er á ensku

  The subject of this study was to analyse the types of support that newly
  hired school principals receive from the local government shortly after
  beginning their new job. The following research question guided the study:
  How do the principal´s experience support from local authorities during the
  first year of their job?
  The initial intention was to interview only school principals and staff of
  the office of education but the interviewees suggested other individuals
  who were involved in support services and they were interviewed as well.
  The selected group of interviewees was therefore more heterogeneous
  than originally planned. The interviewees were seven, all working for the
  same community in the capital area, four of them were school principals.
  This was a qualitative study and data were gathered with semi-structured
  interviews.
  The results of the study indicate that the community‘s support services
  are of various kinds, and that support services are both direct and indirect.
  Because the school principal‘s knowledge and experience varies depending
  on each individual, their needs for support differed too. In general, the
  interviewees were pleased with the support that was available to them and
  found it to be useful. They were grateful that they were able to access
  mentor and they had all made use of it. However, they all had suggestions
  as to how it could have been provided more systematically. Interviewees
  were pleased with other support services including all the courses that the
  local authorities offer as well as the professional services available. Peer
  consulting services were also considered to be very useful and the adviser
  service, which is a new option now offered, was specially praised by a
  participant who had used those services.
  Interviewees agreed that support services were plenty although they did
  wish for them to be provided in a more systematic manner. They also
  wished they had had more opportunities to make use of the support
  offered, which was often difficult because of the work load in their job. It
  seems that the amount of support that principals receive depends on how
  much effort they put into receiving them.

Samþykkt: 
 • 20.11.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16897


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ingibjörg Magnúsdóttir_lokaskil2013.pdf1.15 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna