is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/169

Titill: 
  • Mat skjólstæðinga á eigin iðju
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í samfélagi nútímans eru skjólstæðingar iðjuþjálfa virkari þátttakendur í þjónustuferlinu. Hlutverk iðjuþjálfans er að styðja skjólstæðingana í að koma af stað breytingum svo þeir verði sáttir við frammistöðu sína og geti stundað þá iðju sem er þeim mikilvæg. Svo að iðjuþjálfar geti þetta þurfa þeir að fá skýra mynd af því sem skjólstæðingar þeirra eiga í erfiðleikum með og til þess nota þeir m.a. matstæki. Tilgangur þessarar rannsóknar var að leiða í ljós hvernig skjólstæðingar iðjuþjálfa meta færni sína við iðju, mikilvægi einstakra athafna og hvaða athafnir þeir vilja ráða betur við. Upplýsingum var safnað með matstækinu Mat á eigin iðju (Occupational Self Assessment). Notagildi matstækisins var kannað í íslenskri þýðingu. Megindleg rannsóknaraðferð var notuð og unnið úr gögnum með lýsandi tölfræði. Hentugleikaúrtak var valið úr þýði allra skjólstæðinga iðjuþjálfa á Reykjalundi, endurhæfingu og voru þátttakendur 131. Niðurstöður sýndu að sú athöfn sem meirihluti skjólstæðinganna átti erfitt með var að ráða líkamlega við það sem þeir þurftu að gera og var þetta einnig sú athöfn sem skjólstæðingarnir vildu oftast ráða betur við. Sá munur var á körlum og konum að konurnar áttu erfitt með athafnir sem tengjast heimilisstörfum og einnig að ná því sem þarf að gera. Að þeirra mati er mikilvægt að geta séð um sjálfa sig og komist leiðar sinnar. Körlunum fannst aftur á móti erfitt að tjá sig við aðra og slaka á og þeim fannst mikilvægt að gera það sem þeir hafa ánægju af og að axla þá ábyrgð sem þeim ber. Matstækið endurspeglaði vel athafnir daglegs lífs og það hjálpaði skjólstæðingum að velja það sem þeir vildu ráða betur við. Það kom í ljós að iðjuvandi skjólstæðinga í endurhæfingu er margvíslegur og kallar það á fjölbreytta þjónustu iðjuþjálfa.
    Lykilhugtök: Iðja, færni við iðju, mikilvæg iðja, skjólstæðingar iðjuþjálfa og matstæki.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2005
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/169


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
matskj.pdf8.33 MBTakmarkaðurMat skjólstæðinga á eigin iðju - heildPDF
matskj-e.pdf139.6 kBOpinnMat skjólstæðinga á eigin iðju - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
matskj-h.pdf178.31 kBOpinnMat skjólstæðinga á eigin iðju - heimildaskráPDFSkoða/Opna
matskj-u.pdf170.04 kBOpinnMat skjólstæðinga á eigin iðju - útdrátturPDFSkoða/Opna