Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1690
Með breytingum á lýðfræði (demography), eins og lægri fæðingartíðni, hækkandi lífaldri, breyttum örorkulíkum og því að sumir kjósa að hætta störfum áður en ellilífeyrisaldri er náð, þarf að huga að neyslufé til framfærslu þar til ellilífeyrisaldri er náð. Skylduiðgjald í lífeyrissjóð sem kemur til útgreiðslu við 67 ára aldur er aðeins um það bil 56% af meðalmánaðarlaunum sé miðað við iðgjaldagreiðslu í 40 ár. Má telja fullvíst að ef ekki koma til aðrar greiðslur þurfi margur að herða sultarólina við starfslok. Séreignarsparnaður er einn þeirra möguleika að tryggja fjárhagslegt öryggi eftir að starfsævi lýkur. Hann er greiddur út við 60 ára aldur eftir ákveðnum reglum og á ekki skemmri tíma en sjö árum. Við samninga á vinnumarkaði um mótframlag launagreiðanda í séreignarsjóð og frestun á tekjuskatti jókst mjög séreignarsparnaður hjá einstaklingum. Þessi sparnaður er alfarið séreign sjóðfélaga, tekjuskatti er frestað þar til að útgreiðslu kemur, ekki er greiddur fjármagnstekjuskattur af vöxtum, ekki greiddur erfðafjárskattur ef sparnaðurinn erfist og sparnaðurinn er ekki aðfararhæf eign.
Rannsókn þessi gekk út á að afla upplýsinga um séreignarsparnaðarreikninga og hvort þessi sparnaðarleið sé vænlegur kostur fyrir hinn almenna borgara. Niðurstaða höfundar er að þetta sé góður kostur en skoða skal vel ávöxtunarsögu sjóða áður en haldið er af stað.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Séreignarsjóðir.pdf | 1.62 MB | Opinn | "Séreignarsjóðir"-heild | Skoða/Opna | |
Séreignarsjóðir_Efnisyfirlit.pdf | 173.52 kB | Opinn | "Séreignarsjóðir"-efnisyfirlit | Skoða/Opna | |
Séreignarsjóðir_Heimildaskra.pdf | 214.44 kB | Opinn | "Séreignarsjóðir"-heimildaskrá | Skoða/Opna | |
Séreignarsjóðir_Útdrátt.pdf | 96.82 kB | Opinn | "Séreignarsjóðir"-útdráttur | Skoða/Opna | |
Séreignarsjóðir_Vidaukar.pdf | 428.04 kB | Opinn | "Séreingarsjóðir"-viðaukar | Skoða/Opna |