is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16901

Titill: 
  • „Orð eru til alls fyrst“ : kennsluverkefni sem efla orðaforða og lesskilning
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið þessa meistaraverkefnis er að hanna kennsluverkefni til að efla orðaforða barna í yngstu bekkjum grunnskóla í þeim tilgangi að efla málskilning og lesskilning þeirra. Kennsluverkefninu er fylgt úr hlaði með ítarlegri, fræðilegri umfjöllun um læsi og lestrarkennslu þar sem rýnt er í rannsóknir sem fram hafa farið undanfarna áratugi víða um heim. Helstu niðurstöður þeirra rannsókna gefa til kynna að orðaforði gegni mikilvægu hlutverki bæði við að skilja ritmál og talmál, og til þess að ná góðum tökum á lestri og árangri í námi. Í fræðilega kaflanum er leitast er við að sýna fram á hvernig góður orðaforði tengist mál- og lestrarþróun og hvernig hægt er með beinni kennslu að skapa aðstæður til þess að efla orðaforða hjá börnum fyrstu ár skólagöngunnar. Kennsluverkefnið byggir á kennslu¬aðferðinni „Text Talk“ eða „Orðaspjall“ sem er raunprófuð, viðurkennd aðferð, en rannsóknir gefa til kynna að hún gagnist vel til að efla skilning barna á orðum og hugtökum. Kennslan beinist að því að efla orðaforða og lesskilning með því að lesið er upphátt fyrir nemendur og bornar upp spurningar, og orð kennd með beinum hætti. Í kjölfarið vinna nemendur fjölbreytt verkefni sem hjálpa þeim að festa orðin í orðaforða sínum. Aðferðin veitir kennurum tækifæri til þess að efla orðaforða allra nemenda, bæði þeirra sem hafa íslensku að móðurmáli sem og tví- eða fjöltyngdra nemenda. Kennsluverkefnin byggja á texta úr bókum rithöf-undarins Sigrúnar Eldjárn með góðfúslegu leyfi höfundar.

Samþykkt: 
  • 21.11.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16901


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bryndís Hauksdóttir.pdf8.82 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna