is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlindadeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Auðlindadeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16902

Titill: 
 • Forystufé : skyldleiki og framtíð stofnsins
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Íslenska forystuféð er einstakur fjárstofn í heiminum og ekki eru til heimildir um erlend fjárkyn með sambærileg einkenni. Megin tilgangur þessa verkefnis er að afla gagna svo gera megi grein fyrir skyldleika innan stofnsins og í framhaldi af því koma með tillögur hvernig megi viðhalda stofninum um komandi framtíð án mikillar skyldleikaræktunar.
  Skil ætternisupplýsinga voru mun lakari en vonast hafði verið til í upphafi. Þær niðurstöður sem fengust úr þessu gagnasafni gefa ekki rétta mynd af íslenska forystufjárstofninum heldur sýnir skyldlieka þess hóps sem upplýsingar fengust um.
  Alls voru ætternisupplýsingar um 1164 einstaklinga í gagnasafninu og var meðalskyldleikaræktarstuðull innan þess 0,0105. Skyldleikaræktaðir einstaklingar voru 151 eða 13% af úrtakinu. Meðalfjöldi skyldleikaræktaðra einstaklinga voru 15 kindur á ári síðustu 7 árin, flestar fæddar árið 2002 en árin þar á undan voru þær mun færri. Meðal skyldleikaræktarstuðull fyrir skyldleikaræktuðu einstaklingana var 0,081. Hæsta gildið á skyldleikaræktarstuðli hjá skyldleikaræktuðum einstaklingi var 0,3438. Af þeim 464 lifandi einstaklingum sem upplýsingar fengust um voru 109 einstaklingar skyldleikaræktaðir eða um 33% af lifandi einstaklingum. Skyldleikaræktarstuðullinn fyrir lifandi einstaklinga er mun hærri en heildar skyldleikaræktarstuðullinn. Hlutdeild sæðingarhrúta í erfðamengi lifandi stofns er mun meiri hjá þeim hrútum sem notaðir hafa verið síðustu 10 árin en þeirra hrúta sem notaðir voru fyrstu árin á sæðingarstöðvunum. Sæðingarhrútarnir sýna nokkuð mikinn skyldleika innbyrðis.
  Áframhaldandi viðhald stofnsins felur í sér stjórnun á ræktun hans. Ákjósanlegasta leiðin er kom á skýrsluhaldi fyrir stofninn og fá nákvæmari ætternisupplýsingar sem styrkja stöðu sæðinga. Hefja þarf varðveislu á erfðaefni úr stofninum bæði til að styrkja hann og sem tryggingu á viðhaldi stofnsins í framtíðinni. Út frá ætternisupplýsingunum þarf að gera ræktunaráætlun, þar sem fyrirfram ákveðnar paranir færu fram og þannig reyna að koma í veg fyrir aukningu í skyldleikarækt.
  Til að styrkja þetta þyrfti að endurvekja Forystufjárræktarfélag Íslands og stuðla þannig að góðri kynningu stofnsins, vekja almennan áhuga á honum og varðveita menningarlegt gildi hans.

Styrktaraðili: 
 • Erfðanefnd landbúnaðarins
Athugasemdir: 
 • 120 eininga ritgerð
Samþykkt: 
 • 21.11.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16902


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_2004_Sigridur_Johannesdottir.pdf3.24 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna