is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16904

Titill: 
  • Hestamennska í grunnskólum : kostir reiðmennsku og umgengni við hesta fyrir ungmenni í grunnskólum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið verkefnisins er að skoða kosti þess að bjóða upp á valfag um hesta og reiðmennsku í grunnskólum og hvernig það fellur að markmiðum aðalnámsskrá grunnskóla, skoða hvernig málum er háttað í þeim grunnskólum sem boðið hafa upp á valfagið sem og að lýsa og leggja mat á námsefnið sem víðast hvar er notað, þ.e Knapamerki 1 og 2. Í ritgerðinni eru færð rök fyrir því að nám í hestamennsku snerti margar greinar og að auðvelt sé að ná fram ýmsum markmiðum aðalnámsskrár um einstaklingsmiðað nám. Í skólaumhverfi nútímans er gerð sífellt meiri krafa um að námið henti mismunandi einstaklingum, nemendur með sérþarfir ganga í almenna skóla og þörfum þeirra verður að mæta. Náttúran hefur góð áhrif á menn og er útivera talin vera heilsubót og er jafnvel notuð í meðferðarskyni. Ungmenni nútímans hafa fjarlægst náttúruna að mörgu leyti sem er slæm þróun, sérstaklega í ljósi mikilvægis menntunar til sjálfbærni, því er nauðsynlegt að færa kennslu grunnskólanna að hluta til út í náttúruna. Ástundun hestamennsku er góð leið til þess að upplifa náttúruna frá eigin hendi. Valfag um hesta og reiðmennsku gefur íslenskum ungmennum einstakt tækifæri til að kynnast íslenska hestinum en saga hans er samofin sögu og menningu íslensku þjóðarinnar. Íslenski hesturinn hefur marga góða eiginleika, fjölbreyttar gangtegundir og einstakt geðslag. Einnig fá þau tækifæri til að kynnast vinalegum og ljúfum hesti sem mörg hver fá annars ekki tækifæri til. Valfagið fellur vel að reglugerðum um valgreinar en einnig að mörgum hæfniviðmiðum aðalnámsskrár. Hestamennska hefur mikið verið notuð erlendis sem meðferðarúrræði og sýna rannsóknir að þátttakendur hafi öðlast aukið sjálfstraust, aukna félagslega færni og dregið hafi úr einkennum streitu í vinnu þeirra með hestum. Þeir skólar hér á landi sem boðið hafa upp á valfag um hesta og reiðmennsku hafa lýst ánægju nemenda og starfsfólks á valfaginu, í flestum tilfellum hefur framkvæmdin gengið vel fyrir sig. Kostnaður við valgreinina getur þó verið talsverður og virðist það vera helsta ástæða þess að skólar bjóði ekki upp á valfagið. Framtíðarmöguleikar hestamannsins eru miklar hvort sem um er að ræða í námsmöguleikum eða atvinnu, hérlendis eða erlendis.

Samþykkt: 
  • 25.11.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16904


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerðin.pdf582.82 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna