is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16909

Titill: 
  • Heiða tröllskessa : áhrif sagna og leiklistar á tilfinninga- og félagsþroska barna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Sögur og kennsluaðferðir leiklistar bjóða upp á marga möguleika í skólastarfi og eru nátengdar leik barna. Börn nota hlutverkaleik til þess að læra á veröldina og samsama sig henni. Í Aðalnámskrá grunnskóla er greint frá því að hlutverkaleikur sé forsenda þess að börn þjálfist í samskiptum, geti kannað, skipulagt og skilið sjálfan sig og heiminn. Kennismiðirnir John Dewey og Howard Gardner leggja áherslu á gagnsemi fjölbreyttra námsaðferða, einstaklingsmiðaðs náms og að mikilvægi þess að skólinn nái að endurspegla raunverulegt líf nemenda með því að taka mið af reynslu þeirra og þörfum. Tilgangur verkefnis er að kanna áhrif sagna og leiklistar í kennslu á tilfinninga-og félagsþroska barna. Kjarni verkefnis er frumsamið ævintýri og kennsluverkefni í leiklist. Ævintýrið heitir Heiða tröllskessa og fjallar um tröllastelpu sem lendir í ýmsum aðstæðum og þarf að glíma við fjölda tilfinninga og vandamála. Áhersla er lögð á að fræða nemendur um margvíslegar tilfinningar, viðbrögð við þeim og hvernig hægt sé að beina þeim í farsælan farveg. Leitast er eftir að vekja nemendur til umhugsunar á áhrifum eineltis og þeim tilfinningum er tengjast því. Kennsluverkefnið miðast við átta til níu ára börn.

Samþykkt: 
  • 25.11.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16909


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaverkefni B.Ed.pdf728.76 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna