Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16911
Í ritgerð þessari er fjallað um hvort börnum og foreldrum sé mismunað út frá lögheimilisskráningu eftir samvistarslit foreldra. Rakin er þróun íslenskrar barnalöggjafar og farið yfir ýmis núgildandi lög varðandi málefni barna. Farið er yfir löggjöf um beinar greiðslur til foreldra vegna framfærslu barna. Þar er um að ræða barnabætur, meðlag, barnalífeyrir, mæðra- og feðralaun og aðrar barnatengdar greiðslur almannatrygginga ásamt greiðslur vegna töku fæðingarorlofs. Skoðuð eru drög að frumvarpi um breytingar á meðlagskerfinu og gerður samanburður á norrænni löggjöf um framfærslu barns og meðlags. Nokkrir Hæstaréttardómar og héraðsdómar eru reifaðir með tilliti til efni ritgerðarinnar. Það er niðurstaða höfundar að löggjöfin styðji ekki jafnt við foreldra sem ekki búa saman, heldur tekur löggjöfin nær eingöngu tillit til barna á því heimili þar sem börn eru með skráð lögheimili og þá er ekki horft til þess að barn dvelji jafnt hjá foreldrum sínum. Niðurstöðurnar sýna að þörf sé á lagabreytingu til að báðir foreldrar njóti stuðnings vegna framfærslu barna sinna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ML ritgerð Svandís Edda aðalskjalið.pdf | 812.4 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |