is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16914

Titill: 
  • Heilsa er allra hagur : heilsa og heilsuefling fatlaðs fólks
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknar þessarar var, að kanna viðhorf þroskaþjálfa til stöðu fatlaðs fólks í samfélaginu varðandi heilsu og heilsueflingu og hver staða fatlaðs fólks er varðandi þessa þætti á Íslandi. Skoðað var hvernig staðið er að heilsueflingu fyrir fatlað fólk og hvort sú heilsuefling sem veitt er samræmist þeim réttindum sem fatlað fólk hefur samkvæmt lögum og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Sérstök áhersla var lögð á fólk með þroskahömlun vegna veikrar og sérstæðrar stöðu þeirra í samfélaginu. Ástæða þess að rætt var við þroskaþjálfa er sú að þroskaþjálfar koma að daglegu lífi fatlaðs fólks og hafa viðamikla sýn yfir stöðu fatlaðs fólks í samfélaginu. Helstu niðurstöður sýna að fatlað fólk mætir víða hindrunum í samfélaginu enn í dag og hefur lítið verið komið til móts við þau hvað varðar heilsueflandi þætti. Fatlað fólk lifir lengur enn áður en heilsa þeirra er almennt verri en fólks án fötlunar. Góð heilsa, er fötluðum líkt og öðrum, mikilvæg lífsgæði. Breytingar hafa átt sér stað á undanförnum árum í þjónustu við fatlað fólk, einnig á heilsutengdum sviðum en til þess að þau geti varðveit heilsu sína og notið lífsins, þá þarf að útrýma þeim ójöfnuði sem þau búa við á ýmsum sviðum.
    Helsta hindrunin sem fatlað fólk mætir í samfélaginu hvað varðar heilsu þeirra og heilsueflingu er viðhorf stjórnvalda og heilbrigðisstarfsfólks til fatlaðs fólks og hvernig fötlun hefur verið skilgreind auk þess sem stefnu stjórnvalda til leiðbeiningar fyrir fagaðila um hvernig standa eigi að heilsueflingu fyrir fatlað fólk vantar.

Samþykkt: 
  • 26.11.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16914


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
D_lokaverkefniágúst2013-tilprentunar.pdf638.74 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna