is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16915

Titill: 
  • Velferð fatlaðs fólks og góðgerðarstarf í þágu þess : hvernig hafa lífskjörin þróast?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari lokaritgerð er fjallað um velferð fatlaðs fólks á Íslandi og góðgerðarstarf í þágu þess. Velferðarhugtakið er bæði flókið og margrætt. Til að þrengja sviðið er athyglinni einkum beint að þeim hluta velferðarinnar sem snýr að fjárhagslegri afkomu fatlaðs fólks. Tilgangur verkefnisins er að kanna hvernig lífskjör fatlaðs fólks hafa þróast í gegnum aldirnar. Þannig er velferðarþróunin með áherslu á framfærslu rakin allt frá ölmusugjöfum þjóðveldistímans til okkar daga. Í gegnum tíðina hafa ýmis félög og einstaklingar sem starfa að góðgerðarmálum veitt stjórnvöldum liðsinni á velferðarsviðinu. Fatlað fólk hefur í ríkum mæli notið góðs af slíku framlagi. Fjallað er um góðgerðarstarf og fatlað fólk í seinni hluta ritgerðarinnar. Markmiðið er að kanna hvort fatlað fólk í íslenska velferðarsamfélaginu sé háð ölmusu og góðgerð á sama hátt og það var fyrr á tímum. Helstu niðurstöður skrifanna eru þær að mikil framþróun hefur átt sér stað í framfærslumálum þessa hóps en staðan í dag er þó engan veginn ásættanleg. Jafnframt væri full djúpt í árinni tekið að halda því fram fatlað fólk í dag sé háð ölmusugjöfum líkt og ölmusumenn í gamla samfélaginu.

Samþykkt: 
  • 26.11.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16915


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lilja_Hardardottir_BAverkefni.pdf849.27 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna