is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16917

Titill: 
  • Foreldrasamstarf í framhaldsskóla : er hugmyndin að barnaskólavæða framhaldsskólann?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Það þykir líklega flestum sjálfsagt að hafa foreldrasamstarf í grunnskólum en ekki er eins ljóst hverjar skoðanir á samstarfi í framhaldsskóla eru. Árið 2008 voru gerðar breytingar á lögum um framhaldsskóla og meðal þeirra breytinga var að foreldraráð í framhaldsskólum voru bundin í lög. Því er áhugavert að skoða hvers vegna mikilvægt er að leggja áherslu á foreldrasamstarf þegar komið er í framhaldsskólann. Markmið þessa verkefnis er að skoða mikilvægi foreldrasamstarfs. Rannsóknir á foreldrasamstarfi í skólum hafa sýnt fram á að þátttaka foreldra í skólastarfi skilar sér meðal annars í bættum námsárangri og auknu sjálfstrausti nemenda. Gögn sem söfnuðust með rafrænni könnun og á málþingi eins framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu voru notuð til þess að skoða viðhorf foreldra, nemenda og starfsfólks skólans til samstarfs og hvað þessir hópar vilja gera til þess að bæta skólastarfið í þessum tiltekna skóla. Foreldrar voru hvað jákvæðastir þegar kom að samstarfi en finna mátti svör hjá nemendum og starfsfólki skólans sem voru neikvæð gagnvart foreldrasamstarfi í framhaldsskóla. Tilgangur könnunarinnar og málþingsins var meðal annars að efla samstarf milli nemenda, kennara og foreldra.

Samþykkt: 
  • 26.11.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16917


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAritgerd-evad.pdf926.52 kBLokaðurHeildartextiPDF