is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16929

Titill: 
  • Barnaverndartilkynningar sem fela í sér líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum og ofbeldi sem börn verða vitni að
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginviðfangsefni þessarar ritgerðar var að gera grein fyrir eðli og umfangi líkamlegs ofbeldis gagnvart börnum af hendi foreldra og ofbeldis sem börn verða vitni að milli foreldra. Gerð var innihaldsgreining á helmingi allra tilkynninga sem bárust Barnavernd Reykjavíkur árið 2012 sem fólu í sér líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum af völdum foreldra annars vegar og ofbeldi sem börn urðu vitni að milli foreldra hins vegar. Helstu niðurstöður eru þær að börn eru í meiri hættu á að verða vitni að ofbeldi milli foreldra eftir því sem þau eru yngri. Gerendur í makaofbeldi voru í langflestum tilfellum karlkyns og í þriðjungi tilfella var gerandi af erlendum uppruna. Barnaverndaryfirvöld tilkynntu aldrei mál til lögreglu sem fólu í sér að barn hefði orðið vitni að ofbeldi milli foreldra.
    Fleiri tilkynningar bárust um líkamlegt ofbeldi gagnvart drengjum en stúlkum. Algengast var að tilkynningar fælu í sér að yngri börn væru beitt líkamlegu ofbeldi og voru börn af erlendum uppruna í mun meiri hættu á að vera beitt líkamlegu ofbeldi sem og börn með fötlun. Í flestum tilfellum var gerandinn kynfaðir barns og í tæplega helmingi tilfella var gerandinn af erlendum uppruna. Barnaverndaryfirvöld óskuðu eftir lögreglurannsókn í aðeins 14% tilfella, þegar tilkynningar fólu í sér líkamlegt ofbeldi gagnvart barni.
    Lykilorð: Barnaverndartilkynningar, líkamlegt ofbeldi, börn sem verða vitni að ofbeldi.

Samþykkt: 
  • 12.12.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16929


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þora_Arnadottir-Alveg loka.pdf1.34 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna