is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16930

Titill: 
 • Aldraðir í upplýsingaleit. Kennsla á rafræna þjónustusíðu
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar er að fá innsýn í upplifun þátttakenda á hvernig kennsla þjónusturáðgjafa Tryggingastofnunar á Mínar síður var og hvort þátttakandi hafi nýtt sér þjónustuvefinn Mínar síður. Eru þátttakendur að nýta sér Mínar síður eftir kennslu þjónusturáðgjafa og ef ekki hvað hefði mátt betur fara í upplýsingamiðlun ráðgjafans.
  Rannsóknin var framkvæmd með eigindlegri aðferðafræði þar sem tekin voru viðtöl við sex aldraða einstaklinga sem höfðu fengið kennslu. Niðurstöður rannsóknarinnar veita innsýn í hvort aldraðir einstaklingar nýti sér rafræna þjónustusíðu til upplýsingaöflunar og hvert viðhorf og upplifun þeirra var á kennslu þjónusturáðgjafans á Mínar síður. Þátttakendur höfðu breytilegan tölvubakgrunn en þeir sem höfðu mikla tölvuþekkingu nýttu sér frekar Mínar síður og veraldarvefinn til upplýsingaöflunar. Þátttakendur voru hinsvegar allir sammála um að kennsla þjónusturáðgjafa Tryggingastofnunar hafi verið góð og hún hafi ekki áhrif á hvort viðkomandi nýti sér Mínar síður eða ekki. Þátttakendur virtust ekki hafa áhyggjur af stefnu stjórnvalda um rafrænt Ísland né heldur að þeir þyrftu í auknum mæli að nálgast greiðsluseðla inn á þjónustusíðum. Helmingur þátttakenda taldi sig ekki hafa neina tölvuþekkingu og þrátt fyrir aukna rafræna þjónustu á Íslandi töldu þeir sig ekki koma til með að nýta sér þá þjónustu. Allir þátttakendurnir sögðust ekki vilja fara á tölvunámskeið sérsniðið að þörfum aldraðra, til þess að efla þekkingu sína á tölvunotkun
  Lykilorð: Aldraðir, rafræn þjónustusíða, upplýsingagjöf, félagsráðgjöf

 • Útdráttur er á ensku

  The objective of the research was to gain insight into the experience of participants concerning the quality of the instruction on Mínar síður provided by the social advisers from Tryggingastofnun and whether participants had used the service web, Mínar síður. Are participants using Mínar síður after the service adviser’s instruction and if not, what could have gone better in the advisor’s delivery of information. The research was carried out using qualitative methodology where six elderly individuals, who had received instruction, were interviewed. The findings of the research provide an insight into whether or not elderly individuals make use of electronic service sites when gathering information in addition to demonstrating their attitude and experience concerning the service adviser’s instruction on Mínar síður. The computer background of the participants was variable but those with a good deal of computer knowledge would rather make use of Mínar síður and the World Wide Web when gathering information. However, all the participants were in agreement that the instruction provided by the service adviser from Tryggingastofnun had been good and that it did not influence whether they made use of Mínar síður or not. The participants did not seem to have any concerns for either the authorities’ policy involving electronic Iceland or that they would increasingly have to access payment slips on service sites. Half of the participants thought they possessed no computer knowledge, and despite enhanced electronic services in Iceland they did not believe they would be making use of that service. All the participants claimed they did not want to attend a computer course custom to the needs of the elderly, in order to reinforce their knowledge on computer use.
  Keywords: Elderly, electronic service site, information gathering, social work

Samþykkt: 
 • 12.12.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16930


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Thelma Rós Ólafsdóttir 2.pdf654.99 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna