is Íslenska en English

Lokaverkefni Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16931

Titill: 
 • Ferðin til tunglsins: Um íslam í Evrópu og sjálfsmyndavanda samtímans
 • Titill er á ensku Man on the Moon: On Islam in Europe and identity politics
Skilað: 
 • Desember 2013
Útdráttur: 
 • Þegar kalda stríðið rann sitt skeið á enda urðu straumhvörf í alþjóðastjórnmálum er hið einfalda viðmið sem áður skipti heiminum í grundvallaratriðum í tvennt (kapítalismi/kommúnismi) lagðist af. Um leið hóf margbreytileikinn innreið sína og síðan hefur hugtakið hnattvæðing í auknum mæli verið notað til að lýsa heiminum, en það felur meðal annars í sér flókin tengsl og vensl ólíkra menningarheima, einstaklinga og hugmynda. Francis Fukuyama skrifaði við þessar aðstæður grein sem átti eftir að hafa gríðarleg áhrif og hratt af stað glímu hugmynda sem enn stendur yfir. Í greininni, sem ber yfirskriftina The End of History? heldur höfundurinn því fram að mannkynið sé komið að endimörkum heimssögunnar og að frjálslynt lýðræði sé sú hugmyndafræði sem framvegis muni skilgreina samfélagslegan og pólitískan veruleika og gera ólíkum aðilum kleift að semja um að lifa í friði og spekt sem jafningjar í sameinuðum heimi. Sem andsvar við þessum hugmyndum skrifaði fyrrum kennari Fukyama, Samuel P. Huntington, aðra grein sem haft hefur jafnvel enn meiri áhrif. Sú ber titilinn Clash of Cviliszations? og í henni leitast Huntington við að færa rök fyrir því að kenning Fukuyama um endalok heimssögunnar og sameinaðan heim sé röng. Frjáslynt lýðræði og útópían um samvinnu muni ekki skilgreina veruleika okkar í framtíðinni heldur óumflýjanleg átök milli menningarheima og helstu átakalínur komi til með að vera milli hins kristna Vesturs og heims íslam. Báðir þróuðu höfundarnir hugmyndir sínar áfram og gáfu út á bók fáum árum síðar.
  Í kjölfar 11. september 2001 og þeirrar atburðarásar sem þá fór af stað þótti mörgum sem kenning Huntingtons hefði verið sönnuð og umræðan um óumflýjanleg átök milli menningarheima fékk byr undir báða vængi, bæði í Vestri og Austri. Stríðið gegn hryðjuverkum og vandi múslimasamfélaga í Evrópu við að aðlagast var þá talin ein birtingarmynd þessara óhjákvæmilegu átaka og smátt og smátt fjaraði undan almennri trú leikra og lærðra á möguleikann á farsælli sambúð fólks af ólíkum uppruna í fjölmenningarsamfélögum nútímans.
  Undanfarin ár hafa þessi tvö meginsjónarmið um margbreytileika og fjölmenningu tekist á; annars vegar hugmyndin sem er undirliggjandi kenningu Huntingtons, um að fjölmenningarhugtakið sé gjaldþrota draumsýn. Sagan hafi dæmt það ómerkt og farsæl sambúð fólks af ólíkum uppruna geti ekki verið og muni aldrei verða átakalaus. Þetta sjónarmið má kalla íhaldssamt og lokað enda telja talsmenn þess að affarasælast sé að hverfa frá öllum tilraunum um margbreytileika og hörfa aftur inn í einfaldari og einsleitari samfélagsgerð og samskiptahefð þar sem sjálfsmyndin er að verulegu leyti gefin og fyrirfram skilgreind. Hins vegar sú afstaða, sem er meira í anda þess sem Fukuyama heldur fram, að vel lukkað fjölmenningarsamfélag sé mögulegt. Að ólíkir hópar fólks geti samið um að deila samfélagi átakalaust, en til þess að svo megi verða þurfi það kerfi sem er umgjörð samfélags og samskipta að breytast. Þetta sjónarmið má skilgreina sem róttækt, enda telja talsmenn þess nauðsynlegt að stokka upp hugmyndina um menningu, samfélag, lýðræði og vald til þess að rúma þann nýja veruleika sem við lifum á 21. öldinni.
  Í þessari ritgerð verður leitast við að rannsaka þessi tvö sjónarhorn með sérstöku tilliti til íslam í Evrópu og sjálfsmyndavandans sem þær áskoranir sem margbreytileikinn glímir við grundvallast að endingu á og jafnan er talað um sem sjálfsmyndapólitík. Kenningar Fukuyama og Huntingtons verða skoðaðar sérstaklega og hugað að því hvor þeirra sé betur til þess fallin að skapa forsendu fyrir einingu í margbreytileikanum og koma böndum á fjölmenninguna, sem er einkenni á nútímanum hvort sem okkur líkar betur eða verr. Leitast er við að rökstyðja þá tilgátu að kenningin um óumflýjanleg átök á milli menningarheima sé á misskilningi byggð og frjálslynt lýðræði, sem Fukuyama er talsmaður fyrir, sé því betur lýsandi sniðmát fyrir veruleikann. Því er þó jafnframt haldið fram að talsvert vanti upp á að kenningin, eins og Fukuyama setti hana upphaflega fram, lýsi endanlegum endimörkum heimssögunnar. Til þess að geta staðnæmst við þessi endimörk sögunnar, skapa aðstæður sem í raun ráða við margbreytileikann, er nauðsynlegt að stokka um kerfið sem sníður okkur umgjörð og stíga til fulls skrefið í átt til róttæks lýðræðis, hugmyndar sem hugsuðir á borð við Mouffe og Laclau kynntu til hugmyndasögunnar seint á 20. öldinni.

 • Útdráttur er á ensku

  At the end of the Cold War the landscape in international politics was suddenly transformed when the simple paradigm that divided the world into two opposites (capitalism and communism) became obsolete. Diversity invaded the world and for the last thirty years the concept of “globalisation” has increasingly been used to describe a new world characterised of complex connections between cultures, peoples and ideas that emerged. In the wake of these developments Francis Fukuyama wrote an essay titled The End of History? where he argues that humanity has reached and endpoint in history, and that liberal democracy is the ideology that will define our existence in the future to come and make it possible for different people to negotiate about their identities and thus minimize conflict and disagreement. As a response to this optimistic idea Fukuyama’s former teacher, Samuel P. Huntington, published another essay, which was to have even more impact on the world of Western thought and ideas about international relations. The title of the essay was Clash of Civilizations?, and in it Huntington attempts to refute Fukuyama’s idea about the end of history. He more over confirm his own beliefs that in the future international politics will be driven by inevitable conflicts or clash of civilizations, and that the main fault lines will be between the Christian West and the world of Islam. Both Fukuyama and Huntington developed their ideas into a longer version in book a few years later.
  In the wake of September 11th 2001 and the line of events that followed, many felt that Huntington theses had been confirmed and the discussions about the clash of civilizations gained a momentum in both East and West. The war on terror and troubles western communities faced with integrating its Muslim population was viewed as a manifestation of these inevitable conflicts and general faith in the possibilities of the modern multicultural project diminished.
  In recent years these two main perspectives on diversity and the prospects of multiculturalism have fought for legitimacy: on one hand the idea underlying Huntington’s perspective that multicultural concept is bankrupt and that history has proven it utopian and impossible. Peoples of different cultural origin cannot and will not live together without conflicts. This is a conservative and closed position and those who advocate for it want to abandon the diversity project and retreat into the simple and homogeneous communities we knew in the past. On the other hand we have a position more in line with what Fukuyama holds, insisting that a well-functioning multicultural society is possible, that different groups of people can share a community without conflicts, but in order for that to happen we must change the communal framework and the systems in which we interact.
  This position can be is labelled radical since it demands a re-interpretation of the notions of culture, community, democracy and power in order to comprehend the reality of the 21st century.
  In this paper I will examine those two perspectives with special regard
  to Islam in Europe and the identity problem inherent in the challenges of diversity, usually referred to as identity politics. I will critically examine Fukuyama’s and Huntington’s theories and ask which of the two is better suited to create grounds for unity in diversity and comprehend the multicultural reality we face in today´s world whether we like it or not. I will argue that the theory of clash of civilisations is based on a misconception and misunderstanding and that liberal democracy, as Fukuyama advocates, is better suited as a framework for our times. That being said, I belief that Fukuyama’s ideas need some further steps before we enter the stage he identifies as the end of history and unity in diversity. For that to happen, and in order to create a system that truly can embrace diversity and create unity, we have to take the full step towards what has been labelled radical democracy, an idea that was originally developed by Mouffe and Laclau in late 20th Century.

Samþykkt: 
 • 12.12.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16931


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ferðin+til+tunglsins-jan.2014.pdf1.06 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna