is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16934

Titill: 
  • Hver eru lífskjör eftir Kvennasmiðju?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Kvennasmiðjan er úrræði sem Tryggingastofnun ríkisins og Velferðarsvið Reykjavíkurborgar vinna að saman, til að bæta hag einstæðra mæðra sem eru á endurhæfingarlífeyri. Konurnar eiga það sameiginlegt að hafa glímt við langvarandi félagslega erfiðleika og af þeim sökum ekki verið virkar á vinnumarkaði eða í námi um lengri eða skemmri tíma.
    Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að kanna lífskjör þeirra kvenna sem lokið hafa námi úr Kvennasmiðjunni á tímabilinu 2008-2012. Megindlegri rannsóknaraðferð var beitt í gagnaöflun, þar sem staðlaður spurningalisti var lagður fyrir þátttakendur, í formi símaviðtals og var svarhlutfall 76,3%.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að yfirgnæfandi meirihluti þátttakenda taldi að lífskjör sín hefðu batnað í kjölfar námsins hjá Kvennasmiðjunni og að námið hefði nýst þeim. Um 90% þátttakenda taldi námið vera skemmtilegt og langflestar kvennanna gátu mælt með Kvennasmiðjunni. Meirihluti þátttakenda taldi að félagsleg staða sín hefði batnað eftir Kvennasmiðjuna og jafnframt að námið hefði aukið tækifæri þeirra á vinnumarkaði og/eða til frekara náms. Um 80% þátttakenda taldi námið hafa haft jákvæð áhrif á sjálfsmynd þeirra og andlega vellíðan. Þátttakendum gafst tækifæri til að koma með persónulegar ábendingar í lok rannsóknarinnar í opinni spurningu. Þar kom afdráttarlaust fram að eftirfylgni við úrræðið vantar sárlega.

Samþykkt: 
  • 13.12.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16934


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hver eru lífskjör eftir Kvennasmiðju?.pdf4.62 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna