Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16940
Meginmarkmið þessarar ritgerðar er að skoða hverjar skuldajafnaðarheimildir hins opinbera eru gagnvart einstaklingum og að hvaða leyti þessar heimildir eru frábrugnar heimildum annarra til skuldajafnaðar.
Í upphafi er fjallað um skuldajöfnuð almennt, rökin fyrir honum og þau skilyrði sem þurfa að vera uppfyllt. Þó umfjöllunin sé almenn þá verður skoðað sérstaklega hvernig þessi skilyrði snúa að hinu opinbera, þegar það á við, enda er það í nánum tengslum við ritgerðarefnið sjálft. Næst verður leitast við að svara því hvaða reglur gilda um skuldajöfnuð hins opinbera í lögfestum tilfellum annars vegar og ólögfestum tilfellum hins vegar. Að lokum verður fjallað um hvaða heimildir hið opinbera hefur til að skuldajafna gagnvart einstaklingum í þeim tilfellum er einstaklingar eiga kröfu á ríkissjóð vegna inneignar eftir álagningu, en skulda ríkissjóði á sama tíma.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Skuldajafnaðarheimildir hins opinbera gagnvart einstaklingum.pdf | 521.72 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |