is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16946

Titill: 
 • Ég er enn sami einstaklingurinn. Félagsleg reynsla og upplifun transeinstaklinga
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á félagslega reynslu og upplifun transeinstaklinga hér á landi ásamt því að skoða upplifun þeirra af þeim stuðningi og þjónustuúrræðum sem í boði eru fyrir þennan hóp. Í rannsókninni var beitt eigindlegri aðferðarfræði þar sem tekin voru viðtöl við sex einstaklinga sem voru í eða höfðu lokið kynleiðréttingarferli. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa innsýn í hvernig það er að upplifa sig í röngu kynhlutverki og hvaða áhrif það getur haft á andlega líðan.
  Kynleiðréttingar hafa verið framkvæmdar hér á landi frá árinu 1997 og fer þeim sem sækja um kynleiðréttingarferli fjölgandi. Nákvæmur fjöldi transeinstaklinga er óþekktur en talið er að hér á landi séu um 30 til 40 transeinstaklingar. Erlendar rannsóknir sem gerðar hafa verið á málefnum transeinstaklinga gefa til kynna að það upplifi oft fordóma og mismunun í samfélaginu sem leiðir af sér andlega vanlíðan og skert lífsgæði. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar um málefni transeinstaklinga hér á landi og engar á sviði félagsráðgjafar.
  Niðurstöðurnar sýna að flestir viðmælendur rannsóknarinnar upplifðu togstreitu eða vanlíðan tengdan því að vera í röngu kynhlutverki, sér í lagi áður en þeir hófu kynleiðréttingarferlið. Skoðanir á stuðningi og þjónustuúrræðum voru skiptar og taldi hluti viðmælenda að bæði væri þörf á frekari sérfræðiþekkingu á sviðinu auk þess sem þeir töldu að núverandi löggjöf væri ekki fullnægjandi.

 • Útdráttur er á ensku

  This study aims at evaluating the social experiences and wellbeing of transsexuals in Iceland and their experiences with the support available to them. This qualitative study is based on interviews with six individuals who have or are undergoing gender reassignment treatment. The findings of this study provide an important insight into the experiences of people who find them being trapped into the wrong sex role and how that can affect their wellbeing.
  Gender reassignment treatments have been performed in Iceland since 1997 and the number of individuals who wish to be treated is growing. Existing studies suggest that transsexuals frequently experience prejudges and forms of discrimination, for certain people this can lead to emotional distress and anxiety. Limited amount of research has been done on trans-issues in Iceland and no prior research exists on trans-issues in the social work discipline.
  The experiences for transsexuals varied from individual to individual, some experienced forms of tensions and emotional distress before beginning the gender reassignment treatment, some expressed discontent with the general services available to them in Iceland. Most participants criticized the lack of specialization in care for transgender people and called for positive legislative developments to facilitate the gender reassignment process.

Samþykkt: 
 • 16.12.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16946


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA-AGN..pdf1.23 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna