is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16948

Titill: 
  • Græneygða skrímslið: Afbrýðisemi í parasamböndum
  • Titill er á ensku The Green-eyed monster: Jealousy in relationships
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að gera grein fyrir fræðilegri umfjöllun um afbrýðisemi í parasamböndum nútímans. Reynt verður að svara hvort þær breytingar sem hafa orðið á samfélagslegri stöðu kynjanna og samskiptum á milli þeirra hafi áhrif á eðli afbrýðisemi í parasamböndum. Helstu birtingarmyndir verða dregnar fram ásamt ólíkum áhrifaþáttum og afleiðingum. Nokkrar fræðilegar kenningar verða reifaðar um þá þætti sem hafa áhrif á það hvernig einstaklingurinn nær að tengjast maka sínum í nánum samböndum. Sögulegar breytingar á eðli parasambanda verða kynntar og spurt verður hvort afbrýðisemi hafi aukist í hinu ,,nútíma sambandi” sem er mun lýðræðislegra en áður þekktist.
    Athugunin sýnir að afbrýðisemi er tilfinning sem nánast allir geta munað eftir að hafa upplifað einhverntíman á lífsleiðinni. Afbrýðisemi er eðlislæg tilfinning og snýst um það varnarviðbragð sem einstaklingur finnur þegar hann upplifir sambandi sínu vera ógnað af þriðja aðila. Þessi tilfinning er raunveruleg þó svo að ekki sé endilega um raunverulega ógn að ræða. Afbrýðisemi má greina niður í þrjú stig; vægt-, miðlungs stig og sjúklega afbrýðisemi. Afbrýðisemi hefur að mati höfundar aukist í nútímanum vegna breytinga á parasamböndum og einnig vegna nýrra áhrifaþátta sem voru ekki til staðar áður.

Samþykkt: 
  • 16.12.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16948


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HIldur Steinþórsdottir.pdf345.31 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna