is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16949

Titill: 
  • Gagnkvæmnisskilyrði skuldajafnaðar og undantekningar frá því
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Segja má að skuldajöfnuður sé einföld og hagkvæm leið til efnda kröfu. Við skuldajöfnuð eru því tvær kröfur látnast mætast án þess að peningar eða önnur verðmæti skipti um hendur.Röksemdir og vægi skuldajafnaðar einskorðast þó ekki einungis við hagkvæmni og til einföldunar í lögskiptum manna á milli. Hann er ekki talinn veita síðri tryggingu fyrir efndum kröfu heldur til að mynda veð- og haldsréttur og er honum því skipað í flokk svokallaðra tryggingaréttinda.Til að réttur til skuldajafnaðar sé fyrir hendi er almennt talið að fimm skilyrði þurfi að vera uppfyllt. Eitt þessara skilyrða, þ.e. gagnkvæmnisskilyrðið er viðfangsefni þessarar ritgerðar og jafnframt er leitast við að gera grein fyrir þeim undantekningum sem gilda. Gagnkvæmnisskilyrðið felur það í sér í stuttu máli að til að það sé hægt að beita skuldajöfnuði þarf skuldari jafnframt að eiga kröfu á hendur þeim hann skuldar. Gert verður grein fyrir helst reglum eru taldar gilda um þetta skilyrði og verða dómar reifaðir þegar það á við.Eru reglur um þetta fjölbreyttar og af nógu að taka. Fjallað verður um hvernig fer með gagnkvæmnisskilyrðið í samstæðum félaga, í lögskiptum hins opinbera við borgara landsins, við framsal viðskiptabréfskröfu og framsal almennrar fjárkröfu o.s.frv. Eru mismunandi reglur sem gilda eftir því hvers konar kröfu er um að ræða og sömuleiðis eru undantekningarnar ekki þær sömu eftir kröfum. Er það viðfangsefni ritgerðarinnar að gera grein fyrir þessum reglum og undantekningum.

Samþykkt: 
  • 17.12.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16949


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skuldajöfnuður-BAritgerð.pdf358.05 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna