is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16952

Titill: 
  • Hamingja, velferð og sálfræðilegur auður. Sjónarhorn sálfræði, AA samtakanna og félagsráðgjafar
  • Titill er á ensku Happiness, well-being and psychological wealth
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi rannsókn fjallar um hamingju, velferð og sálfræðilegan auð frá sjónarhorni jákvæðrar sálfræði, AA sjálfshjálparsamtakanna og félagsráðgjafar. Markmið rannsóknarinnar er að svara því hvað rannsóknir benda til þess að hafi mest áhrif á velferð og hvort AA samtökin og félagsráðgjöf leggi áherslu á þessa sömu þætti. Umfjöllunin byggir að miklu leyti á kenningu sálfræðinganna Ed Diener og Robert Biswas-Diener um helstu áhrifaþætti velferðar en kenningin er í raun samantekt á niðurstöðum rannsókna undanfarinna áratuga á viðfangsefninu. Samkvæmt kenningunni eru mikilvægustu áhrifaþættir hamingjunnar tilhneiging fólks til að sjá það jákvæða í aðstæðum og atburðum, styðjandi og sterk sambönd, uppbyggilegar ákvarðanir, lífsstefna og lífstilgangur, andleg viðhorf og upplifun andlegra tilfinninga, fjárhagslegt öryggi, að fá líkamlegum þörfum sinnt og meðfæddir eiginleikar. Leiðbeiningar AA samtakanna til að ná bata frá alkóhólisma sem birtar eru í bók samtakanna Tólf reynsluspor og tólf erfðavenjur voru innihaldsgreindar út frá kenningu Diener og Biswas-Diener. Innihaldsgreiningin leiddi í ljós að AA samtökin leggja áherslu á sömu atriði og Diener og Biswas-Diener, fyrir utan áhrif meðfæddra eiginleika. Aðferðir, kenningar og siðareglur félagsráðgjafa voru þá skoðaðar með hliðsjón af helstu þáttum kenningar Diener og Biswas-Diener. Sá samanburður leiddi í ljós að félagsráðgjafar leggja áherslu á alla sömu þætti og kenning Diener og Biswas-Diener.

Samþykkt: 
  • 17.12.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16952


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hamingja_LoraElinEinars.pdf936.82 kBOpinnPDFSkoða/Opna