is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16955

Titill: 
  • „...Þetta snýst ekki bara um líkamlega endurhæfingu...” Upplifun fólks með mænuskaða af endurhæfingu á Grensásdeild
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að kanna upplifun fólks, sem hlotið hefur mænuskaða eftir slys, á þeirri endurhæfingu sem það fékk frá Grensásdeild Landspítala Háskólasjúkrahúss með sérstakri áherslu á líkamlega, sálræna og félagslega þætti hennar. Einnig að kanna stuðning við fjölskylduna og upplifun þátttakenda á hversu vel þeim fannst þau undirbúin fyrir útskrift heim. Rannsóknin byggir á eigindlegri aðferðafræði þar sem tekin voru hálfstöðluð viðtöl við sjö einstaklinga sem höfðu lokið endurhæfingu frá Grensásdeild á árunum 2004 til 2009.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að þátttakendur upplifðu endurhæfinguna að mestu með áherslu á líkamlegann þátt hennar en fannst sálfélagslega þættinum ekki gert jafn hátt undir höfði, sem þau töldu öll mjög mikilvægan. Nánast allir viðmælendur voru ánægðir með þá líkamlegu endurhæfingu sem þau fengu en mjög óánægð með þá sálfélagslegu aðstoð sem í boði var. Allir viðmælendurnir ræddu um skort á stuðningi við fjölskylduna og voru sammála um mikilvægi hennar í endurhæfingunni. Upplifun viðmælenda við að útskrifast var þeim flestum erfið og lögðu þau áherslu á mikilvægi þess að hafa tengil við Grensásdeild eftir að heim var komið. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að bæta þurfi sálfélagslega aðstoð við fólk með mænuskaða í endurhæfingu þess á Grensásdeild ásamt því að aðstoða fjölskylduna í heild við að takast á við breyttar aðstæður í endurhæfingunni sem og þegar heim er komið.

Samþykkt: 
  • 18.12.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16955


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristi_n tho_rTHardo_ttir-med kapu.pdf1.57 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna