is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16956

Titill: 
  • Grettistak. Afdrif þátttakenda í Grettistaki
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna afdrif þátttakenda sem lokið hafa Grettistaki, starfsendurhæfingu fyrir vímuefnaneytendur með félagslegan vanda. Rannsóknin byggir á megindlegri aðferðarfræði þar sem spurningalisti var lagður fyrir þátttakendur símleiðis haustið 2013. Þátttakendur höfðu allir lokið við Grettistak á árunum 2007-20012. Svarhlutfall rannsóknarinnar var 72%.
    Helstu niðurstöður voru þær að 50% þeirra sem luku við starfsendurhæfinguna Grettistak á árunum 2007-2012 voru virkir á vinnumarkaði. 64% höfðu farið í frekara nám að lokinni þátttöku í Grettistaki á endurhæfingarlífeyri. Einungis 2,4% voru viðtakendur fjárhagsaðstoðar og 9,5% þáðu örorkubætur. 91% þátttakenda eru edrú í dag. 31% fækkun var í hópi þeirra sem bjuggu á áfangaheimili fyrir þátttöku í Grettistaki en 29% aukning var í þeim hópi sem bjó í leiguíbúð á almennum markaði við lok Grettistaks. 69% töldu að fjárhagur sinn hefði batnað eftir þátttöku í Grettistaki. 84% töldu að félagsleg staða sín hefði batnað og voru 71% voru ánægð með félagslega stöðu sína eins og hún er í dag. 69% töldu sig vera við góða andlega og líkamlega heilsu. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að úrræðið hafi almennt stuðlað að betri lífshögum þátttakenda og þegar á heildina er litið jukust lífsgæði þátttakenda eftir að hafa lokið þátttöku í Grettistaki.

Samþykkt: 
  • 18.12.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16956


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Grettistak PDF.%09pdf1.47 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna