is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16958

Titill: 
 • Býr fólk í næturathvörfum? Gistinætur í Gistiskýlinu og Konukoti. Þjónusta sem veitt er utangarðsfólki.
 • Titill er á ensku Do people live in night shelters? Number of people staying in shelters for homeless people in Iceland. Service provided for homeless people.
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar er að kanna hvort húsnæðislausir búi í næturathvörfum og hvernig staðið er að þjónustu við þá. Hér er átt við þá sem falla einnig undir þá skilgreiningu að vera utangarðseinstaklingar. Samkvæmt lögum um lögheimili nr. 21/1990 er óheimilt að búa í athvarfi en þeir sem leita í Gistiskýlið og Konukot dvelja þar sumir til lengri tíma. Bæði var notast við megindlegar og eigindlegar rannsóknaraðferðir. Gögn voru fengin frá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar um fjölda gesta í Gistiskýlinu og Konukoti sem og hve lengi hver gestur hefur notað athvarfið. Gögnin fyrir Gistiskýlið náðu frá janúar 2008 til og með ágúst 2013. Gögn fyrir Konukot náðu frá janúar 2010 til og með ágúst 2013. Gögnin voru ekki persónurekjanleg. Einnig voru tekin sex viðtöl við félagsráðgjafa, eitt við fulltrúa hverrar þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar.
  Helstu niðurstöður eru að þó svo að flestir gestir Gistiskýlisins dvelji þar skemur en tíu nætur árlega eru til þeir einstaklingar sem sannarlega búa þar og hafa gert undanfarin ár. Í Konukoti gista gestir færri nætur árlega en í Gistiskýlinu. Flestir gestir Konukots gista þar færri en tíu nætur árlega en þó hafa sumir dvalið þar til lengri tíma árlega þó svo að enginn hafi gist yfir 300 nætur í Konukoti á ári. Félagsráðgjafar gera sér grein fyrir stöðu þeirra sem nota næturathvörfin en hafa ekki tíma eða aðstöðu til þess að ná beint til skjólstæðinga sinna. Ýmis þjónusta stendur húsnæðislausum til boða. Að mati tveggja viðmælenda eru til einstaklingar sem fá ekki úthlutað búsetuúrræði vegna reynslu af þeim við fyrri búsetu. Aðrir viðmælendur telja að úrræði séu til sem henti öllum en þó vilji ekki allir húsnæðislausir nýta sér úrræði sem þeim standi til boða.
  Lykilorð: Húsnæði fyrst, skaðaminnkun, húsnæðislaus, heimilislaus, næturathvörf, Gistiskýlið, Konukot.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this research is to examine whether roofless people reside at night shelters and how service is provited, hereby also referring to those who are defined as outsiders. According to the law on legal domicile No. 21/1990 it is forbidden to reside at a shelter, but those who seek shelter at Gistiskýlið and Konukot often stay there for longer periods of time. Both quantitative and qualitative research methods were used. Data was obtained from the Reykjavík Social Services regarding the number of guests at Gistiskýlið and Konukot as well as for how long each guest stayed at the shelter. The data for Gistiskýlið stretched from January 2008 to August 2013. The data for Konukot stretched from January 2010 to August 2013. The data was non-traceable. Furthermore, six interviews were taken with social workers, with one representative of each social center of Reykjavík.
  The main results were that although most guests of Gistiskýlið stay less than ten nights a year there are indeed individuals that reside there and have done so during the past years. There are fewer guests staying overnight at Konukot than at Gistiskýlið. Most guests at Konukot stay less than ten nights a year although there are some guests that have stayed for longer periods of time but none of them for more than 300 nights a year. Social workers are aware of the situation of those who use the night shelters but they are not in the position of making direct contact with their clients nor have time to. A variety of services is being offered to the roofless. According to two of the interviewees some individuals are not allocated housing assistance. Other interviewees believe that suitable assistance is to be found for all, although not all roofless want the assistance they‘re offered.
  Key words: Housing First, Harm Reduction, roofless, homeless, night shelters, Gistiskýlið, Konukot

Samþykkt: 
 • 18.12.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16958


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Selma_Bjork_MA_2013.pdf1.67 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna