is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16966

Titill: 
 • "Þegar upp er staðið þá er aldrei nógu mikið af því." Samstarf barnaverndarstarfsmanna við starfsfólk grunnskóla
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Gott og öflugt samstarf þar sem ríkuleg samskipti eru til staðar er talin vera grundvöllur árangursríkrar og samþættrar þjónustu (Baginsky, 2007; Farley, Smith og Boyle, 2006). Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvernig barnaverndarstarfsmenn í tveimur sveitarfélögum með ólíkt skipulag vinna með starfsfólki grunnskóla, hver skoðun þeirra er á samstarfinu og hvort greina megi mun á starfi þeirra eftir sveitarfélögum. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð. Tekin voru sjö viðtöl við starfandi barnaverndarstarfsmenn í tveimur sveitarfélögum. Fjallað var um barnaverndirnar sem sértæka barnavernd annars vegar þar sem notandi hefur einungis aðgang að barnaverndarþjónustu og samþætta barnavernd hins vegar þar sem aðgangur er að fjölbreyttri þjónustu.
  Helstu niðurstöður sýndu að viðhorf flestra barnaverndarstarfsmanna til samstarfs þeirra við grunnskóla er fremur gott þó einnig væru vankantar á samstarfinu sem var þó meira áberandi í samþættu barnaverndinni. Ljóst er að sértæka barnaverndin nýtir fleiri skipulagðar leiðir til samstarfs meðan hin samþætta nýtir sér frekar einstaklingsbundnar aðferðir. Starfsmenn beggja barnavernda fá þó starfsmenn grunnskóla hvorki með í vinnu um gerð meðferðaráætlunar né til að undirrita hana. Þess í stað leita þeir eftir upplýsingum til þeirra og gera ráð fyrir að vera í sambandi við þá síðar í meðferðarferlinu. Upplýsingaflæði frá grunnskólanum til beggja barnavernda virðist í flestum tilvikum vera öflugt. Eins veita starfsmenn barnaverndar starfsfólki grunnskólanna nauðsynlegar upplýsingar í þeim tilfellum sem leyfi foreldra liggur fyrir, þó þeir hafi fundið leiðir til að upplýsa starfsmenn skóla um framvindu mála án þess að brjóta trúnaðarskyldu sína þegar slíkt leyfi liggur ekki fyrir. Því er það ályktun rannsakanda að þagnarskyldan hamli starfsmönnum barnaverndar almennt ekki í starfi. Útlit er fyrir að samstarf barnaverndar og grunnskóla sé í flestum tilvikum með ágætum þó það sé svigrúm til að gera það betra.
  Lykilorð: Barnavernd, grunnskóli, félagsráðgjöf, samstarf.

 • Útdráttur er á ensku

  A good collaboration where rich communication is present is considered to be fundamental for a successful and integrated service (Baginsky, 2007; Farley, Smith and Boyle, 2006). The aim of this research was to explore how child protection workers, in two different municipalities with different structure, collaborate with elementary school workers and whether a difference can be detected between the municipalities. A qualitative research method was used to gather data. Seven active child protection workers in two different municipalities were interviewed. The two different child protection services were approached as a specific child protection service where users only have access to child protection service and as an integrated child protection service were access to service is more diverse.
  The findings demonstrate that most child protection worker´s aspect towards collaboration with the elementary schools is rather good, though there were some minor problems especially in the integrated child protection service. The specific child protection service uses a number of organized ways to collaborate while the integrated one relies more on individualized methods. In both municipalities, child protection workers do not seek participation in treatment planning from workers in elementary schools, they instead seek information from them. They seem to get rich information from elementary school workers and admit important information to school workers in those cases where parental approval is at hand. They have even found ways to inform school personnel about the progress without violating their confidentiality where parental authorization is not available. Researcher therefore assumes that confidentiality is not holding child protection workers back. It appears that collaboration between child protection services and elementary schools is decent in most cases, though there is always room for improvement.
  Keywords: Child protection, elementary school, social work, collaboration.

Samþykkt: 
 • 19.12.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16966


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ma-ritgerð - Dögg Þrastardóttir.pdf1.03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna