is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16967

Titill: 
  • Reynsla og upplifun nemenda í 10. bekk af náms- og starfsfræðslu: „...þetta hjálpaði mér mikið að ákveða hvert ég vildi fara....“
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Náms- og starfsval að loknum grunnskóla getur haft afdrifaríkar afleiðingar í lífi ungs fólks. Markmið þessarar rannsóknar var að heyra upplifun og reynslu nemenda í 10. bekk grunnskóla af náms- og starfsfræðslu. Leitast var við að fá fram ástæður viðmælenda fyrir vali á náms- og starfsfræðslu, hvað viðmælendur eru að gera í náms- og starfsfræðslu, hverjar skoðanir viðmælenda eru á náms- og starfsfræðslu ásamt því að skoða hvort viðmælendur telji náms- og starfsfræðslu góðan undirbúning fyrir að velja sér nám að loknum grunnskóla. Í rannsókninni tóku þátt sjö nemendur úr þremur grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu sem luku námi vorið 2013. Gagnasöfnun fór fram með einstaklingsviðtölum. Náms- og starfsfræðsla er ekki skyldufag í grunnskólum hér á landi en þar sem hún er kennd er hún yfirleitt valfag. Markmið rannsóknarinnar var að heyra í þeim nemendum sem hafa valið sér náms- og starfsfræðslu í grunnskóla til að heyra þeirra viðmót til fagsins og sjá hvort þátttaka í faginu hafi haft áhrif á val þeirra á framhaldsskóla. Yfirþema rannsóknarinnar er tilvitnun í einn viðmælanda sem sagði: „...þetta hjálpaði mér mikið að ákveða hvert ég vildi fara....“ Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að nemendur séu almennt ánægðir með val sitt á náms- og starfsfræðslu og vilji sjá náms- og starfsfræðslu kennda fyrr á skólagöngu sinni. Einnig sýna niðurstöður að náms- og starfsfræðsla veitir nemendum nýja sýn á nám og störf og hjálpar þeim nemendum sem ekki hafa tekið ákvörðun um val á námi eftir grunnskóla að taka meðvitaða ákvörðun um hvaða skóla skuli fara í. Markmiðið með rannsókninni er að opna augu skólasamfélagsins fyrir mikilvægi markvissrar náms- og starfsfræðslu í grunnskólum.

  • Útdráttur er á ensku

    The objective of this qualitative research was to look at compulsory school‘s 10th grade students experience of career education, focusing on factors such as the reasons for choosing career education, if and how career education changed their view on educational and vocational opportunities and if it made it easier to choose a path after compulsory education.
    Seven 10th grade students from three different elementary schools took part in the study. They all had chosen career education as an optional subject and the result data sourced from individual interviews. Career education is not available for all students in elementary and lower secondary schools in Iceland and itʼs mainly taught in 10th grade as an optional subject. The aim of this study was to look at studentʼs attitude towards career education and to see if their participation had an impact on their choice of education after compulsory school. The main theme of this study is a quote to one of the participant´s in this study who said: „...this helped me to decide where I wanted to go..“ which is very descriptive for the students reason for the benefits of career education. The results indicates that all the participants are pleased with their choice of career education and would like to see it start earlier in their education. The results show also that the career education gave the participants a new view on educational and vocational opportunities and helped others that had not yet chosen a path after compulsory education to choose a school for further education. Hopefully this research will be an eye-opener for the Icelandic school community when it comes to the importance of career education for students.

Samþykkt: 
  • 19.12.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16967


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA-lokaskil_Jóhanna Margret(1).pdf266.97 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna