is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16969

Titill: 
 • Börn vímuefnaneytenda: Barnaverndartilkynningar í Hafnarfirði
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna hversu hátt hlutfall tilkynninga til barnaverndaryfirvalda tengjast vímuefnaneyslu foreldra og hvað barnaverndaryfirvöld gera í slíkum málum. Markmið rannsóknarinnar var einnig að skoða einkenni þessara barna og foreldra þeirra ásamt því að kanna hverjir það eru sem tilkynna oftast til barnaverndarnefnda. Rannsóknin var megindleg og notast var við innihaldsgreiningu á fyrirliggjandi gögnum við framkvæmd hennar. Fyrirliggjandi gögn um tilkynningar til Barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar voru notuð í þessari rannsókn, nánar tiltekið gögn á tímabilunum september til nóvember 2010 og febrúar til apríl 2011 og voru gögnin innihaldsgreind og unnið úr þeim í tölfræðiforritinu SPSS.
  Skoðaðar voru 151 tilkynningar sem vörðuðu 122 börn. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að 55% tilkynninga sem bárust Barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar á tímabilunum tengdust vímuefnavanda foreldra. Niðurstöður sýndu einnig að tilkynningar sem tengdust vímuefnavanda foreldra náðu til 49% barna (60 barna) og að hefðbundin úrræði barnaverndar voru notuð við meirihluta málanna. Algengast var að tilkynningar um hugsanlega vímuefnanotkun foreldra kæmi frá læknum, öðrum heilbrigðisstarfsmönnum eða lögreglunni. Niðurstöður rannsóknarinnar geta verið gagnlegar fyrir fagaðila sem vinna með börnum hvort sem það er innan barnaverndar eða á öðrum vettvangi. Auk þess geta niðurstöður rannsóknarinnar upplýst og vakið áhuga almennings og fagaðila á þessum hópi barna, hversu stór hann er í raun og veru og mögulega hjálpað til við að bæta þjónustu við hann.
  Lykilorð: Börn, barnavernd, vímuefnaneysla foreldra, félagsráðgjöf.

 • Útdráttur er á ensku

  The main aim of this study was to assess how many children are reported to child welfare services in relation to parental substance abuse and what is done in such cases. The purpose of the study was also to examine the characteristics of these children and their parents as well as to explore which parties reports these children most of the time to child welfare services. The study was quantitative and content analysis was used on the data for its implementation. Notifications to child welfare in Hafnarfjörður from the period September to November 2010 and February to April 2011 were analyzed and then processed in the statistical computer program SPSS.
  151 notifications that were reported concerning 122 children were analyzed. The main results of the study showed that 55% of the notifications received during the periods were associated with parental substance abuse. The results also showed that notifications concerning 49% of these children were associated with parental substance abuse. The results of the study also showed that special interventions were used by the child welfare services in Hafnarfjörður in the majority of cases. Usually it was doctors, other health care professionals or police officers that announced to child welfare services. The results of this study can be beneficial for professionals that work with children, whether it‘s within child welfare or other activities. The results of this study can maybe open the eyes of the public along with professionals to this group of children, how large it actually is and possibly improve the services provided for them.
  Key words: Children, child protective services, parental substance abuse, social work.

Samþykkt: 
 • 20.12.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16969


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Drífa Andrésdóttir.pdf2.04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna