is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16975

Titill: 
  • Barnavernd í fámennum sveitarfélögum. Mörkin á milli persónulegs og faglegs lífs starfsmanna í barnavernd
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn er leitast við að kanna með hvaða hætti starfsmenn sem starfa í barnavernd í fámennum sveitarfélögum aðgreina persónulegt líf og faglegt. Gerð var rannsókn með eigindlegum rannsóknaraðferðum, tekin voru viðtöl við níu starfsmenn sem starfa í barnavernd í fámennum sveitarfélögum. Voru þeir valdir eftir búsetu og stærð umdæmis barnaverndar sem þeir störfuðu fyrir. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á við hvaða aðstæður þessir starfsmenn starfa. Leitast var við að svara spurningum um hvort nálægðin við skjólstæðinginn hefði áhrif á vinnulag starfsmanna, hvort starfið innan barnaverndar hafi áhrif á persónulegt líf þeirra og loks hvort starfsmenn upplifið það sem kost eða galla lifa og starfa í fámennu sveitarfélagi.
    Allir viðmælendurnir voru sammála um að nálægðin hefði áhrif á vinnulag þeirra með ýmsu móti. Þá kom einnig fram að flestir viðmælendanna töldu að nálægðin hafi fleiri kosti en galla. Allir nema einn viðmælendanna létu starfið hafa áhrif á hve virkir þeir væru í samfélaginu. Starfsmenn höfðu allir orðið fyrir áreiti frá skjólstæðingum og átta af níu höfðu upplifað ógn og ótta í starfi. Einnig kom fram að flestir viðmælendurnir nýta sér ekki handleiðslu. Að lokum álitu allir sig meðvitaðir um gildi og innihald vanhæfisreglunnar og töldu sig fara eftir henni eftir bestu getu. Niðurstöður rannsóknarinnar voru óvæntar, sérstaklega hvað viðmælendur tóku takmarkaðan þátt í samfélaginu. Sömuleiðis hve hátt hlutfall viðmælenda höfðu upplifað ógn, áreiti eða verið hótað. Rannsóknin vakti spurningar sem áhugavert væri að skoða, til dæmis þátttaka starfsmannanna í samfélaginu, hve fáir starfsmenn nýta sér reglulega handleiðslu. Þá vakti athygli að nokkur munur virðist vera á flokkun og skráningu mála á milli sveitarfélaga. Loks kom mjög skýrt fram í rannsókninni að meirihluti viðmælenda voru sammála um að fyrirkomulag barnaverndarnefndanna væri orðið úrelt og að nefndirnar væru gagnslausar. Því væri áhugavert að skoða skipulag nefndanna.
    Lykilhugtök: barnavernd, nálægð, mörk, ofbeldi, persónulegt og faglegt líf, handleiðsla, vanhæfi.

Samþykkt: 
  • 27.12.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16975


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaskjal I.pdf1.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna