is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16976

Titill: 
  • „Erfitt er að standa í eigin baráttu og hafa ekkert bakland.“ Verkefni náms- og starfsráðgjafa í grunnskólum - lögverndun starfsheitis
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að kanna hver væru helstu verkefni náms- og starfsráðgjafa í grunnskólum og hvort lögverndun starfsheitis þeirra hefðu breytt einhverju þar um.
    Notuð var blönduð aðferð við rannsóknina. Megindlegum gögnum var safnað með því að senda út spurningalista til starfandi náms- og starfsráðgjafa í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Í spurningalistanum var borið saman hversu oft náms- og starfsráðgjafar sinntu ákveðnum verkþáttum við þann tíma sem þeir vildu sinna þeim. Jafnframt var kannað hvort þeir fundu fyrir breytingum á starfi sínu eftir lögverndun á starfsheiti náms- og starfsráðgjafa á árinu 2009. Eigindlegum gögnum var safnað með viðtölum við fagaðila um verkefni þeirra í grunnskólum og hvort lögverndun starfsheitis náms- og starfsráðgjafa árið 2009 hefði haft áhrif á faglegt starf þeirra.
    Niðurstöður voru bornar saman við niðurstöður rannsóknar sem gerð var árið 2006 af Menntasviði Reykjavíkurborgar og sýndu þær að lögverndun og ný löggjöf um náms- og starfsráðgjöf í grunnskólum virðast ekki hafa haft mikil áhrif á hlutverk og verkefni náms- og starfsráðgjafa. Skiptar skoðanir voru meðal viðmælenda um hvort þeim fannst lögverndunin hafi haft áhrifa á faglegt starf náms- og starfsráðgjafa.
    Vonast er til þess að niðurstöðurnar nýtist til aðstoðar við stefnumótun náms- og starfsráðgjafastarfsins í grunnskólum ásamt því að sýna fram á mikilvægi og fjölbreytileika í starfi þeirra innan grunnskólanna.

Samþykkt: 
  • 27.12.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16976


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ingibjörg Ebba Björnsdóttir.pdf685.88 kBOpinnPDFSkoða/Opna