is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1698

Titill: 
  • Reitaskipt uppboðskerfi á koldíoxíðkvóta : tillaga að nýju fiskveiðistjórnunarkerfi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í verkefni þessu er gerð grein fyrir þeim annmörkum sem eru á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi og gerðar tillögur til breytinga. Ljóst er að kostnaður við núverandi kerfi er mikill en hann hefur á skömmum tíma farið úr því að vera um 1,5 milljarður í 2 milljarða. Stjórnkerfi fiskveiða virðist mun flóknara en nauðsynlegt er. Ætla mætti að stjórnvöld hefðu þurft 3-5 ár að stilla af núverandi kerfi og fá það til að virka vel. Kerfið á að vera einsleitt og án undanþága. Ekki á að skipta máli hvort veitt er á smáum bátum eða stórum togurum, sömu reglur eiga að gilda um alla. Í dag er þetta ekki raunin. Því er lagt til að skoðað verði nýtt kerfi sem byggist upp á koldíoxíð (CO2) -kvóta og leikjafræði.
    Útblástur fiskiskipaflotans er um 20% af allri heildarlosun á koldíoxíði hér á landi. Ef takmarkandi þáttur við veiðarnar væri losun koldíoxíðs myndi ekki einungis skapast mikil hagræðing með lækkun olíukostnaðar og auk þess umhverfið nyti ágóðans. Ef fiskveiðistjórnunin er á vegum ríkisins, þá er hagnaður greinarinnar tíðum óháður kostnaðinum við stjórnunina. Ef sjávarútvegurinn þarf hinsvegar sjálfur að standa fyrir kostnaði við stjórnun fiskveiða, þá er hagnaðurinn af því jafn og nettó kostnaður við stjórnun fiskveiða. Þetta er lykilatriði. Það er einnig ljóst að misvitrir stjórnmálamenn taka ákvarðanir um hve mikið skuli veiða út frá fleiri hagsmunum en afkomu fiskveiða. Ef hinsvegar útgerðarmenn tækju sömu ákvörðun þá væri hún eingöngu tekin út frá hvað kæmi sér best fyrir þá í nútíð og framtíð. Því er líklegt að útgerðin geti haft eftirlit með veiðunum sjálf.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 16.7.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1698


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rukk.pdf4.49 MBLokaður"Reitaskipt uppboðskerfi á koldíoxíðkvóta"-heildPDF
utdrattur.pdf70.52 kBOpinnÚtdrátturPDFSkoða/Opna
efnisyfirlit.pdf56.54 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
heimild.pdf109.44 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna