is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16980

Titill: 
  • Réttarstaða samskuldara
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Kröfuréttindi geta orðið til með ýmsum hætti en algengast er að til þeirra sé stofnað með loforði eða með skaðaverki. Þar sem sú regla gildir í kröfurétti að maður getur ekki átt kröfu á hendur sjálfum sér þá eru að hverju kröfuréttarsambandi hið minnsta tveir aðilar, kröfuhafi og skuldari. Oft er það svo að aðilar þessir eru fleiri og þá hvort heldur sem er fleiri kröfuhafar eða fleiri skuldarar. Í ritgerð þessari verður fjallað um réttarstöðu þessara aðila með áherslu á réttarstöðu samskuldara sem komið getur til samkvæmt samningi, lögum, hinum ýmsu félagaformum eða eðli máls.
    Farið er yfir hvað átt er við með kröfuréttindum, hvernig krafa stofnast, aðilaskipti sem orðið geta, efndir hennar og lok. Getið er þeirra sem geta verið aðilar kröfuréttarsambands og vegna reglunnar um að í hverju kröfuréttarsambandi séu minnst tveir aðilar er skoðað hvenær laganauðsyn stendur til þess að þeir standi saman að dómsmáli. Fjallað er um hvað felst í solidariskri ábyrgð og pro rata ábyrgð en meginreglan er að í loforði frá fleiri en einum aðila innan sama kröfuréttarsambands felist óskipt, solidarisk ábyrgð. Þá er fjallað um réttarstöðu samskuldara þegar gengist er í ábyrgð fyrir aðalskuldara. Reglur sem þar um gilda koma að mestu til álita við önnur tilvik þar sem til skuldbindingar stofnast, mæli lög ekki á annan veg. Gerð er grein fyrir þeim óskráðu meginreglum kröfuréttar sem gilda við slíkar aðstæður en jafnframt, þar sem við á, er rætt um reglur sem lögfestar voru með setningu laga um ábyrgðarmenn nr. 32/2009. Í kjölfarið er athugað hvernig fer um endurkröfur vegna kröfuábyrgðar.
    Réttarstaða samskuldara samkvæmt vátryggingarsamningi er könnuð svo og hvernig þessi réttarstaða er þegar ábyrgð leiðir sjálfkrafa af lögum. Þar koma til skoðunar hin ýmsu félagaform ásamt því að farið er yfir undantekningar um sérábyrgð á skuldum hjóna en sérábyrgð er einn af grunnþáttum í fjármálaskipan þeirra á milli. Einnig er gerð grein fyrir þeim reglum sem gilda þegar erfingjar gangast við skuldum hins látna eða takast á hendur ábyrgð á skuldbindingum bús sem tekið er til opinberra skipta og meginreglunni sem þá gildir um solidariska ábyrgð þeirra á milli. Farið er yfir réttarstöðuna þegar um er að ræða skaðabætur utan samninga en það er meginregla að þegar tveir eða fleiri valda tjóni bera þeir solidariska ábyrgð. Að lokum er nánar fjallað um endurkröfurétt þeirra sem greitt hafa umfram skyldu og bera solidariska ábyrgð. Hugað er að því hvenær endurkröfuréttur þessi er fyrir hendi en til undantekninga má telja að um hann séu settar lagareglur nema á afmörkuðum sviðum.

Samþykkt: 
  • 30.12.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16980


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Margrét Guðjónsdóttir.pdf965.39 kBLokaður til...05.01.2034HeildartextiPDF