is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16988

Titill: 
  • Átökin Allir vinna og Leggur þú þitt af mörkum, báru þau árangur?
  • Titill er á ensku The campaigns Everybody works and Fair play, did they succeed?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Athugað var hvort átökin Allir vinna og Leggur þú þitt af mörkum hafi borið árangur.
    Átakið Allir vinna fór á stað sumarið 2010 en það voru stjórnvöld ásamt Samtökum iðnaðarins, VR og Samtökum verslunar og þjónustu sem stóðu að átakinu. Markmið átaksins var að upplýsa fólk um þær ívilnanir sem í boði voru fyrir þá sem hugðust fara í framkvæmdir á eignum sínum. Miklar breytingar urðu á Íslandi í kjölfar hrunsins 2008. Á vinnumarkaði var ástandið slæmt og atvinnuleysi rauk upp. Átakið var liður í því að hvetja fólk til framkvæmda og blása þannig lífi í atvinnulífið og auka neyslu. Sú hvatning sem var í boði var í formi endurgreiðslu á virðisaukaskatti ásamt tekjufrádrætti. Niðurstaðan var að átakið Allir vinna bar árangur, fjöldi umsókna um endurgreiðslu jókst talsvert eftir að átakið fór af stað.
    Átakið Leggur þú þitt af mörkum fór á stað vorið 2011. Að því átaki stóðu ríkisskattstjóri (RSK), Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands. Markmið þess var að leiðbeina fyrirtækjum við tekjuskráningu, sporna við svartri atvinnustarfssemi og upplýsa um skyldur rekstraraðila. Svört atvinnustarfssemi hefur alltaf verið til staðar en eftir hrunið 2008 var hún meira áberandi. Framkvæmd átaksins var háttað þannig að eftirlitshópar mættu á vinnustaði án þess að gera boð á undan sér. Upplýsingar um alla starfsmenn á vinnustaðnum voru skráðar niður. Ef einhver frávik reyndust vera frá réttri skráningu var brugðist við því með viðeigandi hætti. Niðurstaðan var að átakið Leggur þú þitt af mörkum bar aðeins árangur að hluta til. Þegar kom að svartri atvinnustarfssemi var það ekki nógu sterkt vopn í þeirri baráttu.

Samþykkt: 
  • 6.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16988


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gudmunda_Vilborg_Jonsdottir_Bs.pdf688.5 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna