is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16990

Titill: 
  • Gallahugtakið og leyndur galli í skilningi laga um fasteignakaup nr. 40/2002
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Fasteignakaup hafa mikla þýðingu fyrir þá sem í hlut eiga og því skiptir miklu máli að seld fasteign standist þær væntingar sem til hennar eru gerðar. Hér á landi hefur þróun mála verið sú að flestir einstaklingar festa kaup á fasteign í það minnsta einu sinni yfir ævina. Mikill meirihluti þjóðarinnar á því sína eigin fasteign og að þessu leyti sker Ísland sig frá öðrum Norðurlöndum. Helsta ástæða þessa er sú að á Norðurlöndum hafa svokölluð húsnæðissamvinnufélög verið ríkjandi, sem veita einstaklingum yfirráð yfir fasteignum á grundvelli annars konar réttinda en beins eignarréttar, eins og til dæmis búseturéttar. Þá er bent á það í athugasemdum með frumvarpi til laga um fasteignakaup nr. 40/2002 (hér eftir nefnd fkpl.) að takmarkaður fjöldi einstaklinga á hinum íslenska leigumarkaði sé þar til langs tíma. Ljóst er þó að í kjölfar efnahagshrunsins 2008 hefur átt sér stað fjölgun á leigumarkaðnum og framboð á leiguhúsnæði hefur ekki svarað eftirspurn. Þá hafa sumir talið að viðskipti með fasteignir fylli það skarð sem hlutabréfaviðskipti skildu eftir við hrunið, sem skýri aukin umsvif fasteignafélaga hér á landi, sem sérhæfa sig bæði í útleigu á atvinnuhúsnæði og íbúðarhúsnæði. Undanfarin ár hefur nýbyggingum fjölgað hratt og spurningar vaknað um gæði þeirra í kjölfar upplýsinga um byggingargalla og dómsmála sem hafa verið höfðuð í því sambandi. Um hefur verið að ræða bæði annmarka á nýbyggingum, sem auðvelt er að bæta úr, sem og viðamikla hönnunar- og byggingargalla, þar sem úrbætur eru dýrar og jafnvel óframkvæmanlegar. Einnig geta gallar leynst í einhvern tíma og komið fram mörgum árum eftir afhendingu eignarinnar. Flest dómsmál hér á landi, sem rekin eru milli kaupanda og seljanda fasteignar, hafa komið til vegna ágreinings um hvort fasteign teljist gölluð eða ekki. Með setningu fkpl. var þess vænst að ákvæði þeirra er varða galla í fasteignum skýrðu réttarstöðu aðila hvað þetta varðar. Markmið þessarar ritgerðar er að fjalla ítarlega um gallahugtak fkpl. og inntak þess. Þá verður einnig lögð áhersla á að skýra út hugtakið leyndur galli í skilningi fkpl. en enga skilgreiningu á því er að finna í lögunum heldur hefur hugtakið mótast í dómaframkvæmd síðustu ára. Ritgerðin samanstendur af tíu köflum. Í upphafi ritgerðarinnar er gerð grein fyrir aðdraganda setningar fkpl. á Íslandi, markmiði og gildissviði laganna. Í þriðja kafla verður farið yfir þróun löggjafar í kauparétti á Norðurlöndunum ásamt því að rekja þróunina hér á landi. Í fjórða kafla er annars vegar fjallað um gallahugtak kauparéttar ásamt hugtakinu leyndur galli og hins vegar gallahugtak fasteignakauparéttar og inntak þess skýrt nánar. Þá verður litið til dómaframkvæmdar til að varpa betra ljósi á umfjöllunina. Í fimmta kafla verður farið yfir gildissvið gallahugtaksins í fasteignakauparétti. Farið verður yfir dóma í því samhengi. Þá verður fjallað annars vegar um upplýsingaskyldu seljanda og hins vegar um aðgæsluskyldu kaupanda og þýðingu þessara skyldna fyrir gallahugtakið. Í sjötta kafla ritgerðarinnar verður fjallað um réttarstöðu eigenda í fjöleignarhúsum þegar galli kemur upp. Í því sambandi verður meðal annars litið til aðgreiningar í séreign og sameign. Þá verður fjallað um hvernig aðild og kröfugerð er háttað í þannig gallamálum. Í sjöunda kafla verður fjallað um ástandsskýrslur og áhrif þeirra. Í frumvarpi því er að varð að fkpl. var ákveðið að taka ákvæði sem mældu fyrir um slíkar skýrslur ekki upp í lögin. Í því sambandi verður litið til tilurðar þeirra á Norðurlöndunum og einkum í Danmörku. Þá verður reynt að svara þeirri spurningu hvort rök mæli með því að lögfesta ástandsskýrslur á Íslandi. Í áttunda kafla verður farið yfir hugtakið leyndur galli í fasteignakauparétti og dómaframkvæmd fyrir og eftir gildistöku fkpl. skoðuð í því sambandi. Í níunda kafla beinist umfjöllunin að ábyrgð byggingarstjóra og helstu reglum sem um hana gilda. Í tíunda kafla verða svo niðurstöður og umfjöllunarefni ritgerðarinnar dregin saman í lokaorð.

Samþykkt: 
  • 6.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16990


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigurlaug Helga Pétursdóttir.pdf1.67 MBLokaður til...05.01.2050HeildartextiPDF