is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16991

Titill: 
 • Geðrænt sakhæfi og sakhæfismat í sakamálum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Hugtakið refsing er hvorki skilgreint í lögum né lögskýringargögnum. Venjulega er það þó skýrt í tengslum við hugtakið afbrot. Refsingu er aðeins beitt í þeim tilfellum sem einstaklingur fremur verknað sem lýst er sem afbroti í lögum. Á sama hátt teljast ákveðnir verknaðir afbrot ef við þeim liggur refsing. Einkennum refsinga hefur verið lýst svo: „Refsing er ein tegund viðurlaga, sem ríkisvald beitir þann, sem sekur hefur reynst um refsivert brot. Hún felur í sér vanþóknun eða fordæmingu samfélagins og er til þess fallin að valda dómþola þjáningu eða óþægindum.“ Í greinargerð með frumvarpi til almennra hegningarlaga nr. 19/1940 segir: „Markmið refsingar er fyrst og fremst verndun almenns réttaröryggis og viðhald lögbundins þjóðskipulags. En auk þess fullnægir refsing réttlætistilfinningu almennings, er ekki sættir sig við það, að menn skerði órefsað mikilvæg réttindi annarra.“
  Við samningu refsiákvæða er þó ekki mögulegt að taka tillit til allra þeirra sérstöku aðstæðna sem upp geta komið og hafa áhrif á refsimatið. Iðulega er því ekki dæmd refsing fyrir verknaði sem lýstir eru refsiverðir í lögum og falla slík tilfelli undir refsileysisástæður. Samrýmist þá verknaðurinn brotalýsingu refsiákvæðis en getur samt verið refsilaus af öðrum sökum sem ekki eru tilteknar í sjálfu ákvæðinu.
  Ein af refsileysisástæðunum er huglæga refsiskilyrðið geðrænt sakhæfi. Ákvæði 15. gr. hgl. getur leitt til sakhæfisskorts ef það er talið eiga við. Framangreint refsiskilyrði er þó túlkað frekar þröngt en rúmt þar sem það hefur að geyma undantekningu frá því að mönnum sé refsað fyrir afbrot sem þeir hafa framið en slíkt brýtur í bága við þau sjónarmið sem búa að baki refsilögum.
  Skilyrðið um sakhæfi er undantekningarlaust skilyrði refsiábyrgðar í íslenskum rétti. Dómstólar leggja efnislegt mat á það hvort skilyrði 15. gr. hgl. séu fyrir hendi á verknaðarstundu og skera því úr um hvort maður sé sakhæfur eða ekki. Telst mælikvarðinn því vera lögfræðilegur. En honum til grundvallar liggur ákveðin verkaskipting lækna og annarra sérfræðinga sem láta í té sérfræðiálit um andlegt ástand sakbornings.
  Meginumfjöllunarefni ritgerðarinnar eru gildandi lagareglur um geðrænt sakhæfi. Jafnframt er kafað djúpt í sakhæfismælikvarðann en við matið er stuðst við sérfræðiálit um andlegt ástand sakbornings. Óljóst er hvernig geðrannsóknir fara fram en ekki eru neinar formlegar reglur eða lög um hvernig eigi að haga þeim. Höfundi fannst spennandi og jafnframt krefjandi að skoða hvernig rannsóknirnar eru gerðar, bæði á Íslandi og í nágrannalöndum okkar, Noregi og Danmörku. Auk þess fannst höfundi áhugavert að bera hinn lögfræðilega sakhæfismælikvarða, sem stuðst er við á Íslandi og í Danmörku, saman við þann læknisfræðilega, sem stuðst er við í Noregi.

Samþykkt: 
 • 6.1.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16991


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Erla Vinsý.pdf721.05 kBLokaður til...01.01.2100HeildartextiPDF