is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16994

Titill: 
  • Með von um gott gengi: Gengistryggðir lánssamningar og endurútreikningar þeirra
  • Titill er á ensku Rate expectations: Currency indexed loans and their recalculations
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari er fjallað um gengistryggð lán. Lán þessi nutu mikilla vinsælda á árunum fyrir hrun íslensks efnahagslífs haustið 2008. Síðar kom í ljós að lánin voru ólögmæt enda hefur takmarkanir á heimildum til verðtryggingar lánsfjár lengi verið að finna í lögum. Í ritgerðinni er fyrst fjallað með almennum hætti um gengistryggð lán, hverjir eru kostir þeirra og hverjir eru gallar þeirra. Því næst er fjallað um þær deilur sem upp hafa komið fyrir dómstólum í tengslum við lánin. Þar ber helst að nefna aðgreiningu þeirra frá lögmætum lánum í erlendri mynt, aðgreiningu þeirra frá gengistryggðum leigusamningum og deilur um hvaða vexti skuli greiða af lánunum, bæði til framtíðar og afturvirkt. Einnig er fjallað um setningu laga nr. 151/2010 um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu, lögum um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins og lögum um umboðsmann skuldara.
    Stærstum hluta ritgerðarinnar er varið í umfjöllun um álitaefni tengd endurútreikningum gengistryggðra lána. Þar koma til athugunar atriði á borð við það hver er grundvöllur endurútreikninga, hvert eðli krafna sem í ljós koma við endurútreikninga er og hvenær slíkar kröfur stofnast. Einnig er fjallað um hvaða vaxta unnt er að krefjast af þessum kröfum á hverjum tíma og hvenær réttarvernd krafanna fellur niður sökum fyrningar. Að lokum er fjallað um sérstök álitaefni tengd því þegar skuldaraskipti hafa orðið að gengistryggðum lánssamningum og reynt að greina hvort frekari fordæma sé þörf til skýringar á gildandi réttarreglum.

Samþykkt: 
  • 6.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16994


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
DTSP-MA.pdf508.04 kBLokaður til...20.04.2053MeginmálPDF
FORSIDA.pdf206.41 kBLokaður til...20.04.2053ForsíðaPDF