is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16997

Titill: 
 • Ísland - málsvari hafsins eða miskunnarlaus sjóræningi? Orðræðugreining á fiskveiðideilum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Íslendingum er annt um ímynd sína sem fiskveiðiþjóð sem stundar ábyrgar fiskveiðar og býr yfir sérþekkingu sem skapar henni ákveðna sérstöðu innan alþjóðasamfélagsins. Stjórnvöld hafa í gegnum tíðina þurft að hafa hagsmuni atvinnugreinarinnar að leiðarljósi og í vissum skilningi stillt sér upp sem varðhundi hennar. Í ritgerðinni er leitast við að beita kerfisbundinni nálgun félagsvísinda, orðræðugreiningu, til þess að varpa ljósi á ríkjandi hugmyndir Íslendinga um fiskveiðideilur eins og þær birtast í fjölmiðlum og um leið benda á hvaða hugmyndir hafa ekki hlotið hljómgrunn innan samfélagsins. Fjallað verður um þrjár fiskveiðideilur: Smugudeiluna; þær umdeildu fiskveiðar sem stundaðar hafa verið síðustu ár við Reykjaneshrygg og svo Makríldeiluna sem nú stendur yfir. Við orðræðugreininguna voru allar fréttir íslenskra prentmiðla skoðaðar á þremur tímabilum sem mörkuðu upphaf deilnanna. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós mikinn mun á orðræðu í Smugudeilunni annars vegar og hinum deilunum tveimur hins vegar. Markar Smugudeilan sér þannig sérstöðu. Í Smugudeilunni einkenndist orðræðan af umræðu um frelsi til að veiða og hagsmuni útgerðarinnar en töluvert minna bar á umfjöllun um alþjóðlega samvinnu og ábyrga fiskveiðistjórnun og jafnvel gert lítið úr slíku tali. Í hinum tveimur deilunum var annað uppi á teningnum. Þar var lögð áhersla á ábyrgar fiskveiðar og samvinnu ríkja. Þá vakti það athygli hversu rýr hlutur kvenna var í umræðum um deilurnar. Þó að þróunin hafi verið sú undanfarna áratugi að konur sæki í auknum mæli til áhrifa innan atvinnulífsins þá virðist sú ekki vera raunin innan sjávarútvegarins.
  Nú er áhersla lögð á það að Ísland sé málsvari hafsins en aðeins tíminn mun leiða það í ljós hvort það verði raunin þegar eða ef illa árar.

 • Útdráttur er á ensku

  Iceland is a nation that prides itself on responsible fisheries management and belives it can contribute to the international community on such matters. The Icelandic government has through the years been an active advocate of the fisheries industry and in a certain sense acted as its watchdog. The aim of this study is to use techniques from social sciences, discourse analysis, to shed light on the most prominent features of the most recent fisheries debates in Iceland and to look at topics which did not get much discussion. The discourse analysis took into account three international fisheries disputes: The Barents Sea Loophole dispute; disputed fishing just beyond the Reykjanes Ridge; and the ongoing mackerel fishing dispute. The findings suggest that there is a vast difference of discourse between the Loophole dispute on the one hand and the other two disputes on the other hand. In the Loophole dispute, great emphasis was laid on the freedom of the high seas and the interests of the fishing industry but less emphasis on responsible fisheries management and international cooperation. That can not be said about the other two disputes where the emphasis was on responsible fisheries management and international cooperation. A surprising element of the study was the lack of participation of women in the media discussions. The rise to prominence of women in the workforce in recent years does not seem to have extended to the fisheries sector.
  Iceland maintains that it has a role to play as the sea´s advocate, but only time will tell whether those principles will waiver or not in the face of potential future economic challenges.

Samþykkt: 
 • 6.1.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16997


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
María Margrét Jóhannsdóttir.pdf743.15 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna