is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1700

Titill: 
  • Úthýsing þjónustu : hvað ber að varast
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Þrátt fyrir að þjónusta sé svo stór hluti íslenskrar landsframleiðslu er oft litið á þjónustu sem kostnað fremur en tækifæri. Stór sem smá fyrirtæki leggja mikinn metnað í öll þau atriði reksturs sem hefur bein áhrif á tekjur og kostnað fyrirtækisins, atriði sem ekki sýna beinan ávinning á efnahag fyrirtækisins lenda því oft mjög aftarlega í forgangsröðinni og oft á tíðum gefa stjórnendur sér ekki tíma til að sinna þeim málum. Á þeim stundum hafa sum fyrirtæki brugðið á það ráð að að úthýsa þjónustu sinni og þar með losna við þann tímafreka lið hins daglega reksturs, önnur fyrirtæki hafa úthýst þjónustu sinni vegna samlegðaráhrifa við systurfélög. Úthýsing er vandasöm og mörg atriði sem ber að varast s.s. form samnings sem gerður er, markmið séu skýr milli fyrirtækjanna, starfsmenn í svörun þekki vel til þess fyrirtækis sem það svarar fyrir og svari með hag fyrirtækisins í huga, gögn um kvartanir og gengi berist reglulega til fyrirtækisins og svo mætti áfram telja.
    Úthýsing þjónustu getur verið góð lausn fyrir fyrirtæki en klárt er að margt þarf að varast og að mörgu þarf að huga til að úthýsingin gangi upp. Úthýsing getur því verið góður kostur sé rétt að málum staðið

Athugasemdir: 
  • Hluti verkefnis þessa er lokað vegna trúnaðargagna frá 365 Miðlum - hluti verkefnisins lokaður til jan. 2009
Samþykkt: 
  • 16.7.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1700


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaritgerd - uthysing thjonustu, hvers ber ad varast.pdf885.44 kBOpinn"Úthýsing þjónustu" - heildPDFSkoða/Opna
Lokaritgerd - opin.pdf446.03 kBOpinn"Úthýsing þjónustu"-inngangur, efnisyfirlit, fræðilegur hluti, lokaorð, heimildaskráPDFSkoða/Opna