Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17002
Lög um meðferð einkamála nr. 91/1991 gera tilteknar kröfur til skýrleika málatilbúnaðar aðila einkamáls, nánar tiltekið að málatilbúnaður aðila sé skýr, ákveðinn og markviss, allt frá upphafi máls til enda þess. Til einföldunar má kalla þessar kröfur einu nafni meginregluna um skýran og glöggan málatilbúnað. Umfjöllun þessarar ritgerðar er beint að tilteknu broti gegn þeirri meginreglu. Gengur þetta brot undir heitinu vanreifun. Markmið ritgerðarinnar er að gefa heildstæða mynd af því hvað felst í því sem kallað er vanreifun á sviði íslensks einkamálaréttarfars. Í ritgerðinni er í fyrsta lagi fjallað um meginreglu einkamálaréttarfars um skýran og glöggan málatilbúnað. Er þar fjallað með almennum hætti um regluna og hvað í henni felst en jafnframt er vikið nánar að inntaki reglunnar og tengslum hennar við aðrar meginreglur á sviði einkamálaréttarfars. Í öðru lagi er fjallað um hugtakið vanreifun, þ.e. á hvaða grunni slíkt brot hvílir, hvaða afleiðingar það hefur og ástæður þess. Jafnframt er leitast við að varpa ljósi á hvenær mál, sem rekið er eftir reglum laga um meðferð einkamála, telst vanreifað og hvaða annmarkar geti almennt séð leitt til slíkrar niðurstöðu. Í þriðja lagi er kannað hvort unnt sé að bæta úr slíku broti, á mismunandi stigum máls, og þá að hvaða leyti. Í þessum tilgangi voru skoðaðir sérstaklega þeir dómar Hæstaréttar, þar sem vanreifun kemur við sögu og kveðnir voru upp á árunum 1999-2013, þó einnig hafi verið litið til eldri dóma. Byggir umfjöllun ritgerðarinnar aðallega á þeirri athugun enda hefur ekki áður verið fjallað sérstaklega um hugtakið vanreifun í íslenskum rétti.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Vanreifun.pdf | 831,46 kB | Lokaður til...01.01.2030 | Heildartexti |