is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17005

Titill: 
  • Japanskar konur í japönsku samfélagi. Sögulegt samhengi, menntun, stjórnmál og atvinnulíf
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að sýna á sem skýrastan máta hvernig japanskar konur lifa í japönsku nútímasamfélagi. Í áratugi og árhundruð hafa þarlendar konur þurft að búa við kúgun af hálfu japanskra karlmanna. Japanskt samfélag hefur þó verið að sækja í sig veðrið og telst nú til stórveldis í nútímasamfélagi. Því er vert að spyrja hvort að staða kvenna hafi batnað með bættu ástandi samfélagsins sjálfs. Ég mun nota kenningar tveggja kennismiða við skrif þessarar ritgerðar. Þeir eru Sylvia Walby og Carole Pateman. Þá mun ég nota kenningar þeirra og heimfæra þær yfir á þau fjögur meginsvið japansks samfélags sem ritgerðin fjallar um, menntun, stjórnmál, atvinnulíf og stöðu kvenna innan samfélagsins, til að sjá hvort staða kvenna hafi breyst til hins betra. Helstu niðurstöður eru að þrátt fyrir stöðuga baráttu kvenna til að bæta stöðu sína innan samfélagsins þá eru hin úreltu karllægu viðmið innan þess enn í fullu gildi og ekki er að sjá að mikil breyting verði þar á í nánustu framtíð.

Samþykkt: 
  • 7.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17005


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Japanskar konur í japönsku samfélagi.pdf587.95 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna