is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17006

Titill: 
  • Tengsl vörumerkjavirðisvídda og vörumerkjavirðis í þæginda- og gæðaverslunum með matvöru
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Vörumerkjavirði smásala er mikilvægt líkt og vörumerkjavirði vöru og þjónustu. Rannsóknir á vörumerkjavirði smásala eru hins vegar af skornum skammti og ákveðið gap er því í fræðunum. Vörumerkjavirði verður til út frá víddum vörumerkjavirðis. Til að auka og viðhalda vörumerkjavirði er nauðsynlegt að þekkja mikilvægi víddanna. Markmið rannsóknar höfundar var annars vegar að afla upplýsinga um innbyrðis tengsl vörumerkjavirðisvídda í þæginda- og gæðaverslunum með matvöru og hins vegar tengsl víddanna við vörumerkjavirði þeirra. Einnig var kannað hvaða vörumerkjavirðisvíddir skiptu mestu máli fyrir vörumerkjavirði verslananna. Gerð var megindleg rannsókn í formi spurningakönnunar. Rannsóknin byggði á fjórum víddum vörumerkjavirðis, vitund, skynjuð gæði, hugrenningatengsl og tryggð. Niðurstöður varðandi innbyrðis tengsl víddanna sýna að víddirnar vitund og tryggð hafa veikustu tengslin í þæginda- og gæðaverslununum þremur sem eru til skoðunar. Sameiginleg vídd skynjaðra gæða og hugrenningatengsla, ímynd, er mikilvægust fyrir verslunina Fjarðarkaup. Víddin tryggð er mikilvægust fyrir vörumerkjavirði Hagkaups og Nóatúns.

Samþykkt: 
  • 7.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17006


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ólafur S. Jakobsson - MS ritgerð.pdf1.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna