is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17007

Titill: 
  • Baráttan um kvótann. Áhrif hagsmunaaðila og dómstóla á stjórn fiskveiða
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Allt frá því að hið svokallaða kvótakerfi var tekið upp við stjórn fiskveiða árið 1984 hafa staðið um það harðar deilur. Í stjórnmálaumræðunni hafa hugmyndir um breytingar á kvótakerfinu reglulega skotið upp kollinum en hlotið misgóðan hljómgrunn. Í kjölfar alþingiskosninganna 2009 mynduðu Samfylking og Vinstri hreyfingin grænt framboð með sér ríkisstjórn. Samkvæmt samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar var eitt af megin viðfangsefnum hennar að ráðast í heildarendurskoðun á kvótakerfinu. Í þeirri endurskoðun fólust gagngerar breytingar á stjórn fiskveiða. Í þessari ritgerð verður leitast eftir að skýra áhrif dómstóla og hagsmunaaðila á ákvarðanatöku stjórnvalda þegar kemur að breytingum á lögum um stjórn fiskveiða. Hliðsjón verður höfð af starfi fjögurra ráðgjafa- og sáttanefnda þar sem áhrif hagsmunaaðila á stefnumótun í sjávarútvegi verður skoðuð, hver þau hafa verið, með hvaða hætti og hvort þau hafi verið ástæða þess að ætlaðar breytingar náðu ekki fram að ganga.
    Niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að bæði hagsmunaaðilar og dómstólar hafi haft töluverð áhrif á þróun kvótakerfisins. Aftur á móti hefur orðið breyting á áhrifum hagsmunaaðila á ákvarðanatöku um stjórn fiskveiða þar sem áhrifin voru mikil við við setningu kvótakerfisins en hafa farið minnkandi með tímanum. Áhrif hagsmunaaðila og mótmæli þeirra við fyrirhuguðum breytingum á kvótakerfinu verður ekki talin ástæða þess að ríkisstjórninni tókst ekki að koma áformum sínum til framkvæmda heldur má það rekja til ágrenings og ósamstöðu innan og á milli stjórnarflokkanna.

Samþykkt: 
  • 7.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17007


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Brynjólfur Hjörleifsson.pdf836.35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna