is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17009

Titill: 
  • Kreppa lýðræðis og kjör Besta flokksins, í ljósi marxisma og margræðiskenninga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er stofnun og þátttaka Besta flokksins í borgarstjórn Reykjavíkur á árunum 2010 til 2013 skoðuð í ljósi marxískra og margræðiskenninga. Fjallað er um sýn þessara tveggja kenningaskóla á lýðræði og þeirra aðstæðna sem mynduðust í íslensku stjórnmálalífi eftir efnahagshrunið 2008. Í kjölfar almennrar umfjöllunar um lýðræði, tengsl þess við yfirvöld og þróun stjórnmálaflokka er lýðræði í kreppu skoðað út frá kenningum marxista um lögmætiskreppu stjórnvalda annars vegar og kenningum margræðissinna um kreppu ofhlaðinna stjórnvalda hinsvegar. Landslagið sem myndaðist í íslenskum stjórnmálum á árunum fyrir og eftir hrun er skoðað í ljósi kenninganna tveggja og rýnt er í þann jarðveg sem skapaði kjöraðstæður fyrir jafn óhefðbundið stjórnmálaafl og Besta flokkinn, grínframboð sem upphaflega hafði þann megintilgang að vera hæðnisádeila á ríkjandi flokka en stóð á endanum uppi sem sigurvegari borgarstjórnarkosninga Reykjavíkur með landskunnan skemmtikraft í brúnni. Stofnun, hugmyndafræði og kosningabarátta flokksins er tekin fyrir sem og ferill hans í borgarstjórn frá kjöri 2010. Niðurstaðan er sú að á Íslandi hafi vissulega myndast ákveðin lýðræðiskreppa í kjölfar efnahagshrunsins. Stjórnvöld misstu traust almennings sem olli vissri lögmætiskreppu og fram komu ýmis öfl og hópar, eins og Indefence hópurinn, sem settu fram gagnrýni og margvíslegar kröfur á stjórnvöld sem þegar voru ofhlaðin og stóðu frammi fyrir því erfiða verkefni að reisa við efnahag landsins. Segja má að kjör Besta flokksins sé afleiðing þeirrar kreppu sem hér myndaðist í kjölfar hrunsins.

Samþykkt: 
  • 7.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17009


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tinna Ásmundsdóttir BA - Ritgerð.pdf416.69 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna